Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1960, Blaðsíða 11
9
11. gr. — 24. gr. orðist svo:
Útgjöld vegna greiðslu fjölskyklubóta, samkvæmt 16. gr., greiðist að fullu úr
ríkissjóði.
Önnur útgjöld lífeyristrygginganna skulu eftirtaldir aðilar bera, og skulu fram-
lög og iðgjöld þeirra ákveðin með það fyrir augum, að kostnaðurinn skiptist í þeim
hlutföllum, er hér greinir:
a. Ríkissjóður 36%.
b. Hinir tryggðu 32%.
c. Sveitarsjóðir 18%.
d. Atvinnurekendur 14%.
12. gr. — 27. gr. 1. mgr. orðist svo:
Iðgjöld, samkvæmt b-lið 24. gr., greiða allir, sem búsettir eru í landinu, 16—67 ára
að aldri. Undanþegnir gjaldskyldu eru þeir, sem hvorki greiða útsvar né eignarskatt
og hafa notið bóta samkvæmt þessum kafla, annarra en fjölskyldubóta, mæðralauna
eða fæðingarstyrks, tvo mánuði eða lcngur eða dvalizt hafa í sjúkrahúsi eða liæli á
kostnað trygginganna eða ríkisframfærslunnar jafnlangan tíma á skattárinu.
13. gr. — 28. gr. 1. mgr. b-liður orðist svo:
Tveimur fimmtu hlutum í hlutfalli við hreinar tekjur einstaklinga og félaga í
umdæminu samkvæmt síðasta skattframtali.
28. gr. 2. mgr. a-liður orðist svo:
Einn þriðji skiptist í beinu hlutfalli við hreinar tekjur einstaklinga og félaga í
sveitarfélaginu árið áður.
11. gr, — 3. málsliður 1. mgr. 31. gr. orðist svo:
Ef atvik að slysinu eru óljós eða mál ekki nægilega upplýst eða ástæða til að ætla,
að slysið hafi orðið af hirðuleysi eða lélegum útbúnaði, svo og ef Tryggingastofnunin
eða annar hvor aðila, atvinnurekandi eða hinn slasaði eða fyrirsvarsmaður hans,
oskar þess, skal lögreglustjóri rannsaka málið fyrir rétti.
13. gr. — 2. mgr. 35. gr. orðist svo:
Nú veldur slys óvinnuhæfni skemur en 10 daga, en hefur þó í för með sér sjúkra-
kostnað, sem ekki fæst greiddur af hlutaðeigandi sjúkrasamlagi, og getur þá trygg-
mgaráð heimilað greiðslu á slíkum kostnaði í hverju einstöku tilfelli.
16. gr. — 3. mgr. 36. gr. orðist svo:
Dagpeningar eru kr. 60.00 á dag fyrir einhleypan mann eða konu, kr. 68.00 fyrir
kvæntan mann eða gifta konu og kr. 8.00 fyrir hvert barn á framfæri, allt að þremur.
17. gr. — 38. gr. orðist svo:
Ef slys veldur dauða innan eins árs frá því, er það bar að höndum, skal greiða
dánarbætur sem hér segir:
a. Ekkja eða ekkill, sem var samvistum við hið látna eða á framfæri þess, hljóta
kr. 90000.00. Ef ekkja eða ekkill eru 50 ára eða eldri, eða hafa tapað 50% eða
meiru af starfsorku sinni, greiðist auk þess lífeyrir til dauðadags, kr. 14400.00
á ári miðað við 100% örorku eða 67 ára aldur. Lífeyrir lækkar um 2% fyrir
hvert 1%, sem vantar á fulla örorku, eða 6% fyrir hvert ár eða brot úr ári,
sem vantar á, að hlutaðeigandi sé 67 ára, sbr. þó 21. gr. 2. mgr.
b. Barnalífeyrir, kr. 7200.00 fyrir hvert barn, sbr. að öðru leyti 17. gr.
c. Barn eldra en 16 ára, sem var á framfæri hins látna vegna örorku, þegar slysið
bar að höndum, fær bætur, eigi minni en kr. 20000.00 og allt að kr. 60000.00
eftir því, að hve miklu leyti það naut stuðnings hins látna við fráfall hans. Þó
greiðast ekki bætur, ef örorka er minni en 33%. Sama gildir um systkini hins
látna, þegar eins stendur á.