Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1960, Side 13
11
það, sem á vantar lullt iðgjald. Nú greiðir sveitarsjóður iðgjald samkvæmt þessari
málsgrein, og ákveður sveitarstjórn þá, hvort og á hvern hátt hún krefur hann um
endurgreiðslu. Ákvæði þessarar málsgreinar taka aðeins til launþega og einyrkja.
24. gr. — 1. málsl. d-liðar 82. gr. laganna orðist svo:
allt að 600 þúsund krónur á ári í utanfararstyrki sjúklinga samkvæmt fjárlögum,
framlag til læknisvitjanasjóða, er starfa samkvæmt lögum nr. 59 1942, og sjúkra-
samlaga, sem verða fyrir óvenjulegum gjöldum vegna sjúkraflutninga og læknis-
vitjana og starfa í héruðum, þar sem ekki eru læknisvitjanasjóðir.
25. gr. — Fyrir orðin „kr. 300.00 á mánuði" í 84. gr. laganna komi: kr. 600.00 á
mánuði.
26. gr. — Aftan við lögin bætast ný ákvæði til bráðabirgða, svo hljóðandi:
Tryggingastofnun ríkisins er, þar til öðruvísi verður ákveðið, heimilt að fresta
að veita viðurkenningu sérstökum lífeyrissjóðum, sem stofnaðir hafa verið eða
stofnaðir kunna að verða til þess að láta í té elli-, örorku-, ekkju- og barnalífeyri.
Tryggingastofnun ríkisins skal ákveða iðgjöld sjúkrasamlaga til samræmis við
ákvæði 21. gr. laga þessara.
27. gr. — Lög þessi öðlast þegar gildi.
Bætur lífeyristrygginganna skulu greiðast samkvæmt lögum þessum frá 1. febrúar
1960, nema fjölskyldubætur, sem fyrst greiðast samkvæmt lögum þessum frá 1. apríl
1960. Þá skulu ákvæði 11. gr. um framlög vegna fjölskyldubóta og önnur framlög
til lífeyristrygginga gilda frá 1. janúar 1960, ákvæði 21. gr. um iðgjöld og framlög
til sjúkrasamlaga gilda um iðgjöld og framlög fyrir tíma eftir 31. desember 1959,
°g ákvæði 23. gr. gilda frá 1. janúar 1960.
Jafnframt eru úr gildi felld lög nr. 68 1958, um breyt. á 1. nr. 24 29. marz
1956, um almannatryggingar, lög nr. 69 1958, um breyt. á 1. nr. 33 29. maí 1958,
um útflutningssjóð o. fl., 2. málsl. 1. gr. laga nr. 1 1959, um niðurfærslu verðlags
og launa o. fl., og lög nr. 27 1959, um breyt. á 1. nr. 24 29. marz 1956, um almanna-
tryggingar.
3. Lög nr. 86 28. desember 1960 um bráðabirgðabreyting
á lögum nr. 24 29. marz 1956 um almannatryggingar.
1. gr. — 13. gr. laganna orðist svo:
Rétt til ellilífeyris eiga þeir, sem eru 67 ára eða eldri.
Árlegur ellilífeyrir einstaklings, sem fæddur er árið 1894 eða síðar, skal vera sem
hér segir:
1. verðlagssv.: 2. verðlagssv.:
Ef lífeyrir er fyrst tekinn frá 72 ára aldri eða síðar .. kr. 24 000.00 kr. 18 000.00
- - -- - - 71 -- .................... - 21 600.00 - 16 200.00
- - -- - - 70 -- - 19 200.00 - 14400.00
- - -- - - 69 -- ...................... - 17400.00 - 13050.00
- - -- - - 68 -- - 15 600.00 - 11 700.00
- _ __ _ _ 67 — — - 14 400.00 - 10 800.00
Árlegur lífeyrir þeirra einstaklinga, sem fæddir eru árið 1893 eða fyrr, er kr. 14 400.00
á 1. verðlagssvæði og kr. 10 800.00 á 2. verðlagssvæði, að viðbættri þeirri hækkun
vegna frestunar á töku lífeyris, sem þeir liöfðu öðlazt rétt til í árslok 1960. Fresti þeir