Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1960, Blaðsíða 17
Almannatryggingar
A. Lífeyristryggingar.
1. Fjöldi hinna tryggðu.
Rétt til bóta frá lífeyristryggingunum hafa samkvæmt 11. gr. laga nr. 24/1956 ís-
lenzkir ríkisborgarar, búsettir hér á landi, erlendir ríkisborgarar, búsettir hér á landi,
ef fullnægt er ákvæðum milliríkjasamninga um gagnkvæmar tryggingar, sem ís'and
er aðili að, og aðrir erlendir ríkisborgarar búsettir hér á landi, ef fullnægt er skilyrð-
um alþjóðasamþykkta um tryggingamál, sem fullgiltar hafa verið af íslands hálfu.
Þeir, sem rétt eiga til bóta frá lífeyrissjóðum, er starfa samkvæmt sérstökum lögum
eða lilotið hafa viðurkenningu samkvæmt 85. gr. laganna, eiga ekki rétt til sams
konar bóta (elli-, örorku-, ekkju- og barnalífeyris) frá lífeyristryggingunum. Þó skal
greiða þeirn lífeyrisþegum lögboðinna sjóða, sem látið hafa af störfum fyrir 1. janúar
1947 og njóta lægri bóta frá sjóðnum en lífeyristryggingarnar veita, það, sem á vantar.
Sama gildir um lífeyrisþega viðurkenndra sjóða, ef þeir hafa látið af störfum áður
en sjóðurinn hlaut viðurkenningu. Lífeyrissjóðir ljósmæðra, alþingismanna og tog-
arasjómanna falla ekki undir þetta ákvæði um afsal bóta lífeyristrygginga, þótt lög-
boðnir séu.
Þegar undan er skilinn lítill hluti bótaþega, eru allir þeir, sem búsettir eru í land-
inu, 16—67 ára að aldri, gjaldskyldir til lífeyristrygginga án tillits til ríkisborgara-
réttar, sbr. 27. gr. laga nr. 24/1956 og 12. gr. laga nr. 13/1960.
Aldursskiptingin hefur mikil áhrif á lífeyristryggingarnar og framfærslubyrði þjóð-
arinnar í heild, en á henni hafa orðið miklar breytingar undanfarna tvo áratugi, svo
sem sjá má af töflu 1.
Tafla 1. Aldursskipting landsmanna 1940—1960.1)
íbúar í árslok
0—15 ára 16—66 ára 67 ára og eldri Alls
Ár Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi % Fjöldi
1940 38 583 31,8 74 891 61.6 8 000 6,7 121 474
1945 ... 41 044 31.5 80 610 61,8 8 702 6,7 130 356
1950 .. 46 746 32,5 88 136 61,2 9 079 6,3 143 961
1955 .... 55 805 35,0 93 298 58,5 10 377 6,5 159 480
1960 65 167 36,8 100 136 56,5 11 989 6,8 177 292
1) Aldursskiptingin styðst að nokkru leyti við manntöl, en cr að nokkru leyti reiknuð.