Árbók Tryggingarstofnunar ríkisins - 01.12.1960, Side 12
10
d. Foreldri hlýtur eigi minni bætur en kr. 20000.00 og allt að kr. 60000.00 eftir því,
að hve miklu leyti það naut stuðnings hins látna við fráfall hans.
Bætur samkvæmt a-, c- og d-liðum skulu eigi lægri vera samanlagt en kr. 30000.00
fyrir hvert einstakt slys. Nú lætur hinn látni ekki eftir sig aðstandendur, sem rétt
eiga til bóta samkvæmt þessum stafliðum, og skal þá bæta slysið með kr. 30000.00,
sem skiptist á milli barna hins látna, er njóta lífeyris samkvæmt b-lið, ef fyrir
hendi eru, ella til dánarbús hans.
Um fósturbörn, sbr. 16. gr. 3. mgr., og fósturforeldra, gildir sarna og um l)örii
og foreldra. Tryggingaráð úrskurðar hvoru skuli greiða, foreldri eða fósturforeldri, ef
hvort tveggja er á lífi.
Frá dánarbótum, sem greiddar eru vandamönnum, ber að draga þær örorkubæt-
ur, er greiddar hafa verið samkvæmt 37. gr. vegna sama slyss. Lífeyrisgreiðslur, sem
inntar hafa verið af hendi, koma ekki til frádráttar.
18. gr. — 39. gr. falli niður. í stað hennar komi ný grein, er verði 39. gr,, svo
hljóðandi:
Verði breyting á dagvinnukaupi almennra verkamanna í Reykjavík, er ráðherra
heimilt að fengnum tillögum tryggingaráðs, að breyta dagpeningum samkvæmt
36 gr. og eingreiðslum samkvæmt 38. gr. í samræmi við það.
19. gr. — 49. gr. 1. mgr. orðist svo:
Framlag ríkissjóðs til sjúkratrygginganna, samkvæmt 58. gr., greiðir Trygginga-
stofnun ríkisins til héraðssamlaganna, þar sem þau eru, ella til hlutaðeigandi sjúkra-
samlags.
20. gr. — 53. gr. 4. mgr. orðist svo:
Sjúkradagpeningar skulu ekki vera lægri en kr. 24.00 á dag fyrir einhleypan mann
eða konu, kr. 30.00 fyrir kvæntan mann og gifta konu, sem er fyrirvinna heimilis,
og kr. 6.00 fyrir hvert barn á framfæri, allt að þremur.
21. gr. — 58. gr. orðist svo:
Ríkissjóður greiði framlag til sjúkrasamlaga, sem nemur upphæð greiddra ið-
gjalda að viðbættum i/io hluta (110%). Fllutaðeigandi sveitarsjóður greiðir framlag
til sjúkrasamlagsins, sem nemur helmingi (50%) greiddra iðgjalda. Greiðast fram-
lög þessi ársfjórðungslega eftir á og miðast i hvert sinn við greidd iðgjöld á næsta
ársfjórðungi á undan.
Þar sem iðgjöld til sjúkrasamlaga eru greidd í einu lagi fyrir hálft ár eða heilt
ár, greiðast framlögin í samræmi við það.
22. gr. — 66. gr. 1. mgr. orðist svo:
Bætur skal greiða mánaðarlega eftir á. Þó má greiða sjúkrabætur og dagpen-
inga fyrir styttri tíma, og ekki er skylt að greiða eins og tveggja barna fjölskyldu-
bætur oftar en fjórum sinnum á ári. Enn fremur má greiða bætur eftir á fyrir
lengri tíma en einn mánuð, þar sem samgöngur eru erfiðar.
23. gr. — 76. gr. 2. mgr. orðist svo:
Nú sækir maður til sveitarstjórnar um, að sveitarsjóður greiði fyrir hann iðgjöld
hans, sakir þess að hann sé ekki fær um það af eigin rammleik, og tekur þá sveitar-
stjórn ákvörðun um umsóknina með tilliti til ástæðna hlutaðeiganda. Þó á iðgjalds-
greiðandi, sem ekki ber að greiða eignarskatt, jafnan rétt á því, að sveitarsjóður
greiði fyrir hann iðgjald samkvæmt 27. gr., ef hreinar tekjur hans næsta ár á undan
hafa eigi verið hærri en kr. 11150.00, ef um einstakling er að ræða, kr. 20350.00, ef
um hjón er að ræða, og kr. 5300.00 til viðbótar fyrir hvern órnaga á framfæri, og
má eigi krefja hann um hærri hluta iðgjaldsins en svo, að nemi lielmingi þeirra
hreinu tekna, sem umfram verða, unz fullu iðgjaldi er náð. Greiðir sveitarsjóður