Heimili og skóli - 01.02.1946, Page 7

Heimili og skóli - 01.02.1946, Page 7
HEIMILI OG SKÓLI 3 Hér má enginn trufla. Þær eru að æfa flugið áður en þær taka sig upp héðan yfir hafið. Þær skiptast á um að fljúga í fararbroddi, fallega og fimlega, og hinar allar fylgja, hlýðnar þeim lögum, sem Guð hefur sett þeim. Hér eru engar and- stæðar fylkingar, heldur allt ein heild og undravert samtsarf. Þetta ferst þeim allt svo giftusamlega, að ég treysti því öruggt, að förin mikla tak- ist vel til suðlægra sólarlanda og þar megi þær glaðar halda jól. Já, lítið til fuglanna í loftinu og lærið af þeim: Fögnuð yf'r lífinu, áhyggjuleysi, trúmennsku, þraut- seigju, hugprýði, fórnfýsi, samúð, sam- starf og margt fleira fagurt. Allt þetta hefur Guð innrætt þeim — og okkur líka, svo framarlega sem okkur er ætl- að að vera fremri þeim, eins og jesús kenndi. Reynum að koma auga á Guð og vilja hans bak vúð það allt. Og þversköllumst því ekki gegn honum vitandi vits og drýgjum syndina rnóti heilögum anda. Mennirnir hafa verið á glötunarbarmi og eru það enn, nema þeir snúi við og reyni að hlýðn- ast þessum lögum, sem Guð lífsins og kærleikans setur. „Takið sinnaskiptum og trúið fagn- aðarboðskapnum," sagði Jesús Krist- ur. Þá fyrst lifum við sönnu menning- arlífi. Nýr afgreiðslumaður. AfgreiSslumannaskipti hafa nú orðið við Heimili og skóla. Steinþór Jóhannsson kennari hefur látið af því starfi, enviðtekur Sigurður Jónsson skrifstofumaður, Eyrar- landsveg 29, og ber því að snúa sér til hans með allt, er við kemur afgreiðslu ritsins. Ei- ríkur Sigurðsson kennari annast aftur inn- heimtu fyrir ritið, eins og verið hefur.

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.