Heimili og skóli - 01.02.1946, Síða 9

Heimili og skóli - 01.02.1946, Síða 9
HEIMILI OG SKÓLI 5 hans frá sex ungum börnum. VarEgill þá sex ára gamall. Eftir lát manns síns fluttist móðir Egils vestur í Eyjafjörð, en hann fór að Stafni í Reykjadal til Páls H. Jónssonar frá Jarlsstöðum í Bárðardal og konu hans, Guðrúnar. Ólst Egdl upp hjá þeim hjónum fram til tvítugsaldurs. Egill var snennna bókelskur og nám- fús, og þegar Gagnfræðaskólinn á Ak- ureyri tók til starfa, sótti Egill um upptöku í skólann og stundaði þar nám tvo næstu vetur. En veturinn 1909—1910 stundaði hann nám í Kennaraskólanum í Reykjavík og lauk kennaraprófi þaðan vorið 1910. Næsta haust gerðist liann farkenn- ari í Bárðardal og kenndi þar í 5 ár. Þá flutti hann til Akureyrar og var heimiliskennari þar í 3 vetur. Haustið 1919 fluttist hann svo til Húsavíkur og kenndi þar við barnaskólann sam- fleytt í 20 ár, en haustið 1939 var hann skipaður kennari við barnaskóla Ak- ureyrar og hefur gegnt því starfi síðan. Þrjú sumur veitti hann forstöðu barnaheimili á Laugum í Reykjadal. Voru þar börn frá Reykjavík, er þar dvöldu af styrjaldarástæðum. Arið 1915 kvæntist Egill Aðal- björgu Pálsdóttur frá Stóruvöllum í Bárðardal, dóttur Páls H. Jónssonar hreppstjóra og Sigríðar Jónsdóttur konu hans, hinni mestu myndar- og sæmdarkonu. Þótt Egill hafi gegnt ýmsum störf- um um dagana, hefur kennslustarfið þó verið aðal lífsstarf hans og um leið það hugþekkasta, kærasta og gleðirík- asta af öllum hans störfum, enda hef- ur hann ekki kastað til þess höndun- um. Ég hef kynnzt mörgum ágætis kennurum, en engan þekkt, er taki Agli Þórlákssyni fram um áhuga, sam- vizkusemi, skyldurækni og vandvirkni í starfi sínu. Kennarastarfið hefur ver- ið honum heilög köllun, sem hann hefur fórnað öllum tíma sínum og kröftum. Og þó að hann hafi nú kennt samtals í 37 ár og ætti því að vera farinn að fá nokkra æfingu við það starf, telur hann sig þó ekki hafa ráð á því enn þann dag í dag, að ganga tll starfs að morgni, án þess að hafa búið sig rækilega undir daginn, búið sig undir hverja kennslustund. Sumir vildu nú ef til vill telja slíkt einkenni á lélegum kenanra. En svo er þó ekki. Þetta er aðalsmark úrvals kennara. Og heldur myndi Egill vaka heilar nætur en koma óundirbúinn í tíma. Af námsgreinum mun honum vera kærast móðurmálið og kristin fræði, á þeim námsgreinum tekur hann eng- um stjúpmóðurhöndum. En Egill er ekki aðeins góður kenn- ari, hann er um fram allt góður mað- ur, óvenjulega kærleiksríkur mann- vinur, dýravinur og blómavinur. Hon- um þykir vænt um allt, sem lifir, alla smælingja, og þó allra vænzt um börn- in. Ég held, að enginn þjóðhöfðingi hafi um sig svo glæsilega og valda hirð, að hann sé ánægðari en Egill mitt. á meðal litlu nemendanna sinna. Og ef honum þykir vænna um nokkra eina tegund barna en aðra, þá myndu það helzt vera litlu, vangefnu og van- þroska börnin, því að svo mikill sál- fræðingur er Egill, að hann veit, að þau þurfa helzt á nærgætni og ástúð að halda.

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.