Heimili og skóli - 01.02.1946, Page 18

Heimili og skóli - 01.02.1946, Page 18
14 HEIMILI OG SKÖLI ATHUGASEMD VIÐ LESTRARPRÓFIÐ. Lestrarframfarir barna má meðal annars prófa með því að telja, hve mörg atkvæði þau lesa á einni mín- útu. Og þó að það sé ekki alltaf ör- uggur mælikvarði á lestrarkunnáttu barna, verður lestrarleiknin þó tæp- lega mæld á annan hátt. En varast skyldi þó að nota slík próf mjög oft, því að hætt er við, að of einhliða áherzla verði þá lögð á lestrarhraðann, þótt hann sé mikilsverður, upp að vissu marki. Þegar barn er t. d. farið að lesa 150 atkvæði á einni mínútu, hefur það komizt yfir örðugasta þröskuld lestrar- námsins, og þá má vænta, að lestrar- hraðinn aukist eðlilega úr því, þar til barnið er orðið læst sem kallað er. Má þá fara að leggja megináherzluna á lestrarlagið, skýran framburð. Á þeirri kröfu má aldrei slaka. Og það er mikl- um mun auðveldara að kenna þeim börnum réttritun, sem hafa frá byrj- un vanizt á að bera hvert hljóð og hvert orð skýrt fram. Það er því betra að taka við.barni, sem les 100 atkvæði á mínútu með réttum og skýrum fram- burði, heldur en barni, sem les 200 at- kvæði á sama tíma óskýrt og ef til vill með hljóðvilltum framburði. Til hægðarauka fyrir foreldra og kennara, sem prófa vilja leshraða barna sinna, verða við og við birt hér í ritinu lestrarverkefni, og væri gott að fá að heyra álit lesendanna um þá nýbreytni. Tvö réttritunarverkefni. í. Héðinn á Mýri átti vakran og góð- an hest, er hann nefndi Faxa, Egill var farinn, þegar Ingunn kom og bauð góðan daginn. Góður agi ríkti allan daginn í skólanum. Mikill drungi var yfir Tungusveit, þegar Mangi kom. Það hvessti með morgninum, svo að bátinn fyllti. Það er hollt að þreyta í- þróttir. Jón bað um nýju buxurnar sínar, jakann og vettlingana. Kvaðst hann ætla að finna Óðinn, félaga sinn á Eyri. Bjarni sleppti hestinum, en nefndi ekki, að ég þyrfti að fylgja syst- ur minni. „Þetta er nóg,“ sagði kenn- arinn. 2. Pétur varð feginn, þegar hann hitti Þórarin bróður sinn. Sæunn opnaði gluggann og sá fjallstindinn bera við bláan himininn. Tryggvi málaði kass- ann ranðan, en gætti þess ekki,að hlið- in var brotin.Nýirsiðir koma með nýj- um herrum. Drengirnir hlýddu á sönginn, en gengu síðan yfir mýrina, þótt hvasst væri. Gangnamennirnir hrepptu éljaveður og áttu fullt í fangi með að rata. Þegar Geiri týndi húf- unni í dýið, hlógu allir. „Kvíðir þii komu læknisins?,“ hvíslaði Signý. Ég man glöggt, þegar ég fékk Sögur Æsk- unnar í gylltu bandi. Fylgdist þú með upplestrinum? Gott er að grennslast eftir því við og við, hversu mikið vald börnin hafa á stafsetningarreglum þeim, sem farið hefur verið yfir með þeim, og er þá ekki önnur leið hentari til þess en að

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.