Heimili og skóli - 01.02.1946, Page 23
HEIMIL. OG SKÓLI
19
Afengi og
barnadauði
Fyrir nokkrum árurn rannsakaði
tinnskur vísindamaður, Latinen að
nafni, 5845 fjölskyldur í því skyni að
komast eftir, hvort börn bindindis-
rnanna væru nokkru hraustarienbörn
bófdrykkjumanna og ofdrykkju-
marina. Skipti hann öllum þessum
fjölskyldum í þrjá flokka: Bindindis-
menn, hófdrykkjumenn og ofdrykkju-
menn.
Rannsóknir bans sýndu meðal ann-
ars, að börn bindindismanna voru að
jafnaði þyngst við fæðinguna. Þeim
fór örar fram, voru sízt vansköpuð,
fæddust sjaldnar andvana o. s. frv.
Þegar liann skilaði árangrinum af
rannsóknum sínunr, liafði barnadauði
í þessum þrern flokkum orðið eins og
meðfylgjandi línurit sýnir.
Frá útgefendum
Heimili og skóli liefur nú komið út
í 4 ár og aflað sér margra vina og
stuðningsmanna. Sérstaklega lrafa
margir kennarar reynzt ötulir við út-
breiðslu ritsins, og færum við þeim
öllúm alúðar þakkir fyrir drengilegan
stuðning, svo og öllum öðrum velunn-
urum og stuðningsmönnum þess. Von-
um við að fá að njóta allra þessara
vina sem lengst.
Ekki hefur þótt fært að ráðast í
neina stækkun á rltinu hingað til, á
ineðan það var að treysta sig í sessi,
þótt margar óskir hafi komið fram um
það. En nú hefur verið ráðizt í lítils-
háttar stækkun, verða nú lesmálssíður
20 í stað 16 áður, en jafnframt hækk-
ar áskriftarverð ritsins um 2,00 kr. og
verður framvegis 10,00 kr. Vonumvið,
að englnn setji þá hækkun fyrir sig,
því að í raun og veru var áskriftar-
verðið of lágt í fyrstu.
Með þessari stækkun, þótt lítil sé,
ætti að vera hægt að gera ritið lítið
eitt fjölbreyttara að efni, ekki sízt ef
kaupendur og lesendur vildu einnig
leggja því Lð á því sviði.
Heimili og skóli á að verða blað for-
eldranna, en til þess að það geti orðið,
þarf ritið að ná mun meiri útbreiðslu