Heimili og skóli - 01.02.1946, Side 24

Heimili og skóli - 01.02.1946, Side 24
20 HEIMILI OG SKÓLI Mínútan. Fyrir allmörgum árum gaf Snorri Sigfús- son skólastjóri út lesblaðasafn með þessu nafni, er ætlað var til notkunar við lestrar- kennslu. Þóttu sögur þessar gefast svo vel, að þær hlutu almennar vinsældir meðal þeirra kennara, er höfðu notað þær. Nú hefur Mínútan verið ófáanleg í mörg ár, en óskir hafa komið víða að um það, að hún yrði gefin út á ný, og hefur Snorri Sig- fússon nú orðið við þeim óskum, og er þetta lesblaðasafn nú komið út í nýrri útgáfu. Sögumar eru 50 alls og er hver saga 150 atkvæði að lengd. Algengasta notkun þess- ara lesblaða er sem hér segir: Þegar barn er orðið „stautandi", fær það fyrstu söguna til að æfa sig á og heldur þeim æfingum áfram, þangað til það getur lokið við að lesa sög- una á einni mínútu. Þá fær það næstu sögu og æfir hana á sama hátt. Þannig er haldið áfram með sögurnar, og er það áríðandi, að barninu sé ekki leyft að skila neinni sögu fyrr en það hefur lokið við að lesa hana á mínútu. Þá er hún talin fullæfð. Venjulega verður reynslan sú, að þegar bamið hefur lokið við allar sögumar, er það komið yfir versta þröskuldinn og orðið svo vel læst, að það fer að verða sjálfbjarga úr því. Sögur þessar má einnig nota við réttrit- en það enn hefur náð, og vonum við að þér, kæru útsölumenn og kaupend- ur, lijálpið til þess. Sýnið kunningjum yðar ritið og reynið að afla því nýrra áskrifenda. Athygli skal vakin á því, að nýir kaupendur fá síðasta árgang í kaup- hæti, meðan upplagið endist. Útgefendur. unarkennslu á margan hátt. Mínútan fæst hjá útgefanda, Snorra Sigfússyni. Uppeldisfræðsla í útvarpi. Það mun hafa vakið almenna ánægju, er farið var að útvarpa Hannesar Amasonar- fyrirlestrum Dr. Matthíasar Jónassonar, um uppeldisstarf foreldra. Er hér tekið á efni, sem marga fýsir að fræðast um og þá ekki sízt foreldrana. Dr. Matthías hefur stundað uppeldisfræðinám um margra ára skeið, og mun vera mjög lærður maður á því sviði. Af erindúm hans má ráða, að hann hafi einnig aflað sér þekkingar á þessum efnum af líf- inu sjálfu, og eru það mikil meðmæli með fræðslu doktorsins. Erindi hans era alþýð- leg og glögg og era allir foreldrar hvattir til að hlýða á þau. t~ ........ ..........? HEIMILI OG SKÓLI Tímarit um uppeldismál Útgefandi: Kennarafélag Eyjafjarðar Ritið kemur út í 6 heftum á ári, minnst 20 síður hvert hefti, og kostar árg. kr. 10.00, er greiðist fyrir 1. júní. Útgáfustjóm: Snorri Sigfússon, skólastjóri. Kristján Sigurðsson, kennari. Hannes J. Magnússon, yfirkennari. Afgreiðslumaður: Sigurður Jónsson skrifstofumaður, Eyrar- landsveg 29. Innheimtumaður: Eiríkur Sigurðsson, kennari, Hrafnagils- stræti 12, sími 262. Ritstjóri: Hannes J. Magnússon, Páls Briems-götu 20, sími 174 Prentverk Odds Bjömssonar l---------- -.... ’•

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.