Heimili og skóli - 01.02.1946, Side 25

Heimili og skóli - 01.02.1946, Side 25
HEIMILI OG SKÖLI 21 .. ....— . .................. „,Hvitur fyrir hærum, kvikur í hreyfingum, bjartur yfirlitum, svipheitur, eldfjörugur,“ svo muna menn hann, ritsnillinginn, bænda- höfðingjann sögufróða og þjóðskörunginn, FINN JÓNSSON á Kjörseyri: ÞJÓÐHÆTTIR OG ÆVISÖGUR FRÁ 19. ÖLD hið mikla og merkilega ritsafn hans, sem um langan aldur hefir lifað á vörum þjóðarinnar undir nafninu Minnisblöð Finns á Kjörscyri, er nú koniið á bóka- markaðinn. — Þetta fjölskrúðuga minningasafn hans, sem allir bókelskir menn, allir, sem unna landi, þjóð og sögu, allir þeir, er dást að svphreinu máli, ramm- íslenzkum stíl og lifandi frásögn, hafa svo lengi hlakkað til að fá að sjá. — Þessu mikla afbragðsverki er skipt í þrjá meginhluta, er nefnast: 1. Sagnaþœttir. — 2. Þjóðhœttir um og eftir rniðja 19. öld. — 3. Þjóðsagnir, og er hver þeirra stórt ritverk fyrir sig, sem höfundur hefir svo aftur skipt í smærri þætti: Sjálfsævisaga. — Þættir af Suðurlandi. — Þættir af Suðurnesjum. — Þættir úr Strandasýslu. — Daglegt líf á Suðurlandi. — Daglegt líf og lifnaðarhættir á Suðurnesjum. — Reimleikar og aðsóknir. — Huldufólkssögur. — Fyrirboðar og forspár, o. fl. — Hver þessara þátta er svo í nrörgum köflurn, og gefa fáein heiti þeirra, gripin af handahófi, nokkra hugmynd um fjölbreytnina og það, hvílíkur sagnasjór þessi bók er. — Heklugos 1845. — Mýrdælingar. — Fyrsta kaupstaðarferð mín. — Erlendir ferðamenn. — Flökkufólk. — Þrír umrenningar. — Frá Þuríði formanni. — Stafnessbændur. — Búi prófastur og stjúpsynir hans. — Tveir dal- bændur. Húsakynni. — Ferðalög. — Mataræði. — Skógarvinna. — Veizlur. — Festa- mál. — Menntun. — Þangskurður, — Sjósókn og veiðarfæri. — Réttir. — Klæðn- aður. Lestaferðir. — Selveiðar. — Skemmtanir. — Örnefni. — Ymsar sagnir, og fjölmargt annað fróðlegt og skemmtilegt. Þetta rnikla rit er nœr 500 bls., rneð fjölda rnynda og teikninga af samtiðarmönnum Finns, Símoni Dalaskáldi, Coghill gamla, Þuríði formanni o. fl. — Myndirnar teiknaði Finnur sjálfur, þessi óvenjulega listhneigði og gáfaði bændahöfðingi, og einnig fjölda af búskaparáhöldum og verkfærum og vinnutækjum til sveita og sjávar. — Það myndasafn eitt saman gerir bókina að þjóðmenningarsögulegum kjörgrip.

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.