Heimili og skóli - 01.04.1947, Síða 7
HEIMILI OG SKÓLI
29
tr— ..............—----------- ------ ' ---- ---—-------------------------^
Þórgnýr Guðmundsson:
„Hvað er þá orðið
okkar sfarf?"
Nýlega átti ég tal við ungan mann,
er stundar nám í menntaskóla. A borði
í lesstofu lnns unga manns lá pappírs-
örk með rithönd hans. Ég virti fyrir
mér skriftina og þótti hún ekki góð.
Hafði ég orð á því við hann. Sagði ég
honum, að kennarinn, N. N., væri tal-
inn vel fær í sinni starfsgrein. En hjá
honum Jiafði pilturinn stundað nám
flest eða öll bernskuárin. Sérstaklega
liafði kennarinn góða rithönd, og
þótti mér ekki skrift unga mannsins
bera þess vott, að hann hefði lært hjá
slíkum kennara. Nemandinn svaraði:
„Ég lærði aldrei neitt hjá N. N. kenn-
ara meðan ég var í skóla hjá lionum."
Mér kom dómur þessi á óvart og
varð víst fátt um svör. Ég vissi ekki
an.nað en kennarinn væri vel látinn
og hefði innt starf sitt af höndum með
prýði. Og mér var ekki annað kunn-
ugt en að ungi maðurinn væri sann-
gjarn í dómuiri sí.num um rnenn. Eg
hafði engin tök á því að vita með
vissu, hvort.hann hafði þarna eitthvað
til síns máls, eða hve mikið. Mun ég
hafa svarað þessu á þá leið, að enginn
kennari væri svo lélegur, að ekki
mætti eitthvað af honum læra.
Þó að frá þessu sé sagt hér, er alls
ekki ætlunin að kasta rýrð á kennara
eða nemanda. Það er með öll ástæðu-
laust. En þetta litla atvik vakti þó Iijá
mér ýmsar hugsanir. Það rninnir
kennara t. d. glöggt á þá staðreynd,
að þeir eiga sér dómara, sem í fram-
tíðinni verða hæstaréttardómarar —
þegar uppeldisstörf þeirra verða veg-
in og metin að loknu dagsvefki. Þessir
dómarar eru nemendurnir sjálfir.
Þegar þeir þroskast, geta þeir sjálfir
bezt um það dæmt, hvað þeir sóttu í
skóla til kennara síns, hvort
þeir komu þaðan jafnfátækir og þeir
fóru þangað — lærðu „ekkert“.