Heimili og skóli - 01.04.1947, Qupperneq 8

Heimili og skóli - 01.04.1947, Qupperneq 8
30 HEIMILI OG SKÖLl Þessa dagana hef ég ekki með öllu getað hrint þessum hugrenningum frá mér. Börnin kafa snjóinn í skólann á hverjum morgni. Þau fara að heiman í myrkri á morgnana og konia lieim á kvöldin í rökkrinu. Skammdegisdag- urinn er svo stuttur. Og spurningárn- ar vakna hver af annand: Hvað býður skóli þinn nemendum sínum? Svarar það kostnaði fyrir þá að sækja hann langan veg í misjöfnum veðrum og færð? Er þeim ekki betra að vera heima hjá pabha og mömmu, hjálpa til við heimilisverkin og fá svo í stað- inn einhverja tilsögn hjá þeim? Verð- ur þú ekki sjálfur veginn og léttvæg- ur fundinn innan skamms af þínum eigin nemendum? Þannig getur hver og einn spurt sjálfan sig spjörunum úr. En svörin verða samt ekki á reiðum höndum, enda sjálfsagt að láta þau bíða að sinni. En samt sem áður er hollt að velta fyrir sér slíkum spumingum sem þessari einstaka sinnum. Kennarastétt Islands er ung og enn að rnestu óreynd. Barnakennarar liafa starfað í landinu fáa áratugi aðeins. En landið liefur verið byggt í meira en þúsund ár. Þess vegna liefur minua reynt ennþá á þessa stétt en flestar aðrar stéttir þjóðfélagsins. En vonandi vegnar henni vel, svo að lnin verði langlíf í landinu. Barnakennarar hafa með höndum mikið og vandasamt hlutverk. Það er mikils af þeim krafist, þeim er óðfluga falin rneiri ogmeiri umsjón með æsku- lýð landsins. Með skólalöggjöfinni nýju er uppeldi og fræðslu ungmenna að mjög miklu leyti kornið í hendur kennaranna. Um leið er lögð á herðar þeirra óhemjuþung ábyrgð. Aður hxíldi uppeldis- og fræðsluskylda á heimilunum fyrst og fremst — feðrum og mæðrum —, og að nokkru var það í höndum prestanna. H\að heifur gerzt? Það, sem þúsundir heimila og enn fleiri einstaklingar höfðu áður með höndum, hvílir nú á herðum kennaranna að langmestu leyti. En hópur þeiria er fámennur, aðeins nokkur hundruð. Nti hvílir svo mikil ábyrgð á herðum þeirra, að þeiin er kennt um það, sem aflaga fer i upp- eldismálum þjóðarinnar. Og eftir það, að skólalöggjöfin nýja gengur í gildi, er enn meiri ástæða til þess en áður. Margir barnakennarar eru vel menntir, og þeir liafa nokkra sér- þekkingu. Þeir munu og yfirleitt inna af höndum störf sín með alúð og sam- vizkusemi. En að einu leyti að minnsta kosti hata þeir erfiðari aðstöðu en aðr- ir skólamenn landsins. Nemendahóp- arnir sækja ekki skóla þeirra af fús- um og frjálsum vilja. Þeir eru skvld- aðir til þess. Sumir fara þangað sár- nauðugir. Von er, að árangurinn verði misjafn, þegar þannig er í pottinn bú- ið. Við slík skilyrði sem þessi keppa kennarar að því niarki, að ala upp nýja kynslóð, sem að manndómi á að standa frámar þeirri, sem á undan fer, og þeim, sem áður liafa lifað í land- inu. Á kennarastéttinni veltur svo mjög, hvort okkur miðar „. . . . afturábak, ellegar nokkuð á leið.“ En af því að meira er nú gert fyrir æsku landsins en nokkru sinni fyrr, mætti vænta þess, að henni miðaði

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.