Heimili og skóli - 01.06.1950, Blaðsíða 5

Heimili og skóli - 01.06.1950, Blaðsíða 5
Heimili og skóli TÍMARIT UM UPPELDISMÁL 9. árgangur Maí—Júní 1950 3. hefti Hannes J. Magnússon: Skólarnir og lífið Flutt á kennaramóti á Akureyri 4. júní 1950 I. Nú hefur skólum víðs vegar um land verið slitið, starfinu er lokið að þessu sinni, með öllum sínum sigrum og ósigrum, vonum og vonbrigðum. I’að er gamall og góður siður sláttu- manna að líta yfir slægjuna að kvöldi, þegar vinnu er lokið. Hvers vegna skyldum við þá ekki hugsa og tala um skólastarfið, öðru fremur nú, líta til baka, meta og vega afköstin, árangur- inn og misstígnu sporin. Þessa reikn- inga er áríðandi að gera upp við sjálfa sig, við hver skólalok. En skólastarf verður ekki metið eins og sláttumað- urinn metur verk sitt, þar verður að horfa miklu lengra og dýpra. Þar má ekki hugsa í dögun, ekki einu sinni í árum. Þótt próf og einkunnir geti verið hentugt bráðabyrgðarúrræði, eru þau þó ekkert takmark. „Hvert barn, sem fæðist, er bæn til guðs um betri og fegurri heim,“ segir skáldið. Þar liggur takmarkið. Leiðin til betri og fegurri heims liggur í gegnum barnið, gegnum skólabörnin, mín og þín, gegnum skólastarfið. Því er öll- um hollt, og ekki sízt okkur, sem lif- um og hrærumst í þreytandi skóla- starfi, ár eftir ár og áratug eftir ára- tug, að endurnýja við og við mat sitt á skólunum, starfi þeirra og árangri, að horfa á það allt úr dálítilli fjarlægð. Því er sem sé þannig háttað, að ein- hver mesta hættan, sem vofir yfir okk- ar margþætta og mikla skólalífi, er sú, að það stirðni og slitni úr tengslum við lífið. Skólarnir eru ekkert ríki í ríkinu, þeir eru aðeins í þjónustu lífs- ins. Þeirra hlutverk er að fegra það og fullkomna, bæði með því að leita sann- leika og miðla sannleika, og ekki sízt til að efla og rækta siðgæði. Því verða skólarnir á öllum tímum að fylgja framvindu lífsins og eðlilegum vexti þess. Og nú, þegar allt skólakerfi landsins er orðið ein heild, þar sem hver trappan tekur við af annarri, er- um við öll orðin samábyrg og verð- um í höfuðdráttum að ræða skólamál- in sem heild. Sú skipan hefur vafa- laust marga kosti, en hún felur einnig í sér nokkra hættu. Skólar eru ómissandi stofnanir í

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.