Heimili og skóli - 01.06.1950, Blaðsíða 10
54
HEIMILI OG SKÓLI
sál barnsins. Fullnægja nú skólastof-
urnar almennt þeim kröfum?
Ég ræði hér ekki um þá andlegu
lilýju, sem liver góður kennari þarf
að vera gæddur og telja má frumskil-
yrði þess, að barni geti liðið vel í
skóla, heldur þann hlýlega og heim-
ilislega blæ, sem barnið er áður vant
í heimahúsum, og ég er hræddur um,
að nokkuð vanti á, að skólastofur al-
mennt búi yfir þessum uppeldisáhrif-
um heimilanna, og er það reyndar aö
vonum.
Skólastofa með nöktum stein-
veggjum minnir meir á fangelsi en
uppeldisstofnun, jafnvel þótt hún sé
björt og rúmgóð. Sú stofa er sálar-
laus og andlaus, sem ekki hefur ann-
að að bjóða en nakta veggi, nokkur
borð og stóla, svarta töflu og kenn-
araborð, og þar getur engum liðið
vel, hvorki kennara né nemendum.
Jainvel ófullkomnar teikningar nem-
enda, já, ekki livað sízt þær, gefa stof-
unni líf og sál. Blóm í gluggum,
nokkrar snotrar myndir á veggjum,
eitthvað, sem augað getur staðnæmst
við, gefur skólastofunni sál og skapar
jafnvægi innan veggja hennar. En í
öllu þessu þarf að vera samræmi og
stíll, til þess að það liafi góð áhrif á
nemendurna. Ef búnaður skólastof-
unnar verður íburðarmikill og þar
ægir öllu saman, hættir hann að hafa
góð áhrif. Samræmið hverfur. Veggir,
sem eru nálega huldir af hinu og
öðru, hafa þreytandi áhrif á hugann,
þar rennur allt saman og skapar jafn-
vægisleysi. Ég er enginn sálfræðingur
og get ekki fært rök að þessu, en
svona kernur þetta mér íyrir sjónir.
Mér virðist, að það muni t. d. hafa
ill áhrif að koma inn í stofu, þar sem
borðum og stólum er óreglulega rað-
að, og annað eftir því. Eitt af því,
sem öllum nemendum verður star-
sýnist á, af eðlilegum ástæðum, er
kennaraborðið. Þar, og ekki sízt þar,
verður því allt að vera í röð og reglu.
Mér myndi líða illa í þeirri kennslu-
stofu, þar sem öllu ægði saman á
kennaraborðinu, blöðum, bókum á-
höldum og öðru sliku. Jafnvel svo
hversdagslegur hlutur sem kennara-
borðið, já, einmitt vegna þess, að
hann er hversdagslegur, með öllu,
sem á því er og nemandinn hefur
fyrir framan sig dag eftir dag, mánuð
eftir mánuð og ár eftir ár, getur því
ýmist sljófgað eða skerpt fegurðar- og
samræmissmekk barna og unglinga,
jafnvel sjálft kennaraborðið getur því
verið uppalandi, eða ekki uppalandi.
Umhverfið hefur alveg tvímæla-
laus áhrif á mótun skapgerðar barna
og unglinga. Hvers vegna skyldi þá
ekki skólastofan einnig búa yfir þeim
áhrifum, skólastofan, sem er annað
heimili barna og unglinga um 10—20
ára skeið, og það, sem sagt er hér
um skólastofur í barnaskólum, getur
í öllum aðalatriðum einnig átt við
kennslustofur allra skóla. í kennslu-
stofu 3. bekkjar í Kennaraskólanum
hékk í minni tíð voldugur fjallaörn
með útbreidda vængi á einum vegg
stofunnar. Þessi tígulegi fugl gaf
kennslustofunni einhvern stórbrot-
inn svip. Jafnvel þessi fallna hetja
loftsins gaf stofunni sál og líf. Nei,
kennslustofur framhaldsskólanna
mega heldur ekki líkjast fangelsum,
þótt vitrir menn og lærðir ráði þar
húsum.