Heimili og skóli - 01.06.1950, Blaðsíða 9

Heimili og skóli - 01.06.1950, Blaðsíða 9
HEIMILI OG SKÓLI 53 fundið það, sem raunverulega býr með hverjum manni.“ Það yrði svo langt mál, e£ fara ætti að ræða um prófin, kosti þeirra og galla, að ég hætti mér ekki út í það hér, en hitt vil ég undirstrika, að skóli má aldrei steinrenna. Eins og vorið er alltaf nýtt með fullt fangið af grósku, svo þarf skólastarfið í dag að vera jafn nýtt og það var í fyrra, og eins og lífið sjálft er alltaf nýtt. Þetta er ef til vill torlærðast af öllu því, sem kennari og skólamaður þarf að kunna. En steinrunninn verð- ur skólinn, ef hann er ekki í nánu sambandi við lífið sjálft. Grundtvig sagði eitt sinn, að það ætti að snúa skólastarfinu þannig við, að nemendurnir spyrðu, en kennar- arnir svöruðu, og mun hann þar hafa átt við æskulýðsskóla. Það er mikil leiðbeining í þessum orðum, þótt öfgafull séu. Skólar okkar eru byggð- ir upp og sniðnir eftir því, hvað kenn- arinn vill, að nemandinn viti, en ekki eftir hinu, hvað nemandann fýsir að vita. Alla leið neðan frá 1. bekk barnaskólans og upp úr háskólanum er öll þekking skömmtuð nemendum. Þeim er að vísu ekki bannað að spyrja, en allt skóla- og kennslufyrir- komulag, með prófið sem lokatak- mark, venur þá af að eyða tímanum í spurningar. Því er þessi hlið, þessar þarfir nemandans, mjög vanræktar. Ungt fólk brennur alltaf af spurn- ingum, skólinn kemur þar ekki á móts við það, þetta er einn veikleiki hans, sem fjarlægir hann lífinu. Líf- ið skrifar ekki sínar sögur, sínar spurningar og svör á pappír, ekki í þykkar bækur, og ríkisútgáfa náms- bóka gefur ekki þær sögur út. Þess vegna er það höfuðnauðsyn að taka upp í skólunum meira frjálst samtal, spurningar og svör. Hinum svo- nefndu frjálsu tímum, sem settir eru í námsskrá barnaskólanna, mætti meðal annars verja til slíkra hluta. „Börnin eiga að læra að vinna og vinna vel,“ sagði ráðherrann, sem vitnað var í hér að framan. Þegar hinn heimskunni uppeldisfrömuður og svertingjaleiðtogi, Booker Wash- ington, var að hefja starf sitt, sagði hann, að hver nemandi ætti að fá tvennt ókeypis, landskika og bók, ekki aðeins bók, heldur einnig land til að rækta. Hann skildi sambandið, sem þurfti að vera milli skólanna og hins starfandi lífs, og enn í dag kall- ar þetta sama verkefni á okkur öll: Að tengja skólana við lífið. En hvern- ig eigum við að fara að því? Hvern- ig eigum við að fara að því að flytja meira líf inn í skólastofuna? Þessari spurningu er erfitt að svara. En ég vil þó minnast á nokkur atriði og ég ætla að byrja á sjálfri skólastofunni: IV. Það er vissulega mikilvæg ganga, þegar lítið 7 ára barn fer fyrst í skóla, og skiptir því miklu, að sú ganga tak- ist vel og að umskiptin verði sem minnst. Þarna kemur margt til greina, og meðal annars umhverfið, sjálf skólastofan. Við skulum gera ráð fyrir því hér, að öll skólabörnin komi frá góðum heimilum, og jafnvel þótt mörg þeirra komi frá fátækleg- um heimilum, fylgir þeim þó alltaf sú hlýja, það öryggi og sú vellíðunar- kennd, sem skapar frið og jafnvægi í

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.