Heimili og skóli - 01.06.1950, Blaðsíða 7
HEIMILI OG SKÓLI
51
skapandi frjósemi, hverfur í skugga
allra þéirra ólíku og óskyldu stað-
reynda, sem nemandinn raðar saman
á minni sitt. Elfur lífsins og barátta
þess verður þessu fólki því ósjálfrátt
harla óviðunandi.
Fyrir nokkrum áratugum var vor-
koma, eftir harðindi og heyleysi, ís-
lenzkum unglingum miklu meira og
varanlegra gleðiefni heldur en
skemmtiför um hálft landið er nú-
tíma skólaæsku. Og það kemur til af
því, að vorkoman var þá og er reynd-
ar enn, tengd lífinu, lífsafkomunni, af-
komu atvinnuveganna, en skemmti-
ferðirnar eru fyrst og fremst skemmti-
ferðir, þótt af þeim megi margt læra,
ef þær eru farnar með því hugarfari.
Aflaleysi fiskiflotans og heyleysi bænd-
anna liggur ekki með neinum veru-
legum þunga á hugum nútíma æsku,
og það er vegna þess, að hún er ekki
í eins sterkum tengslum við lífið og
sú æska, sem lifði hér og starfaði fyr-
ir nokkrunt áratugum. Sú var tíðin,
að unglingar til sveita lágu andvaka
um nætur þegar síðustu heybirgðirn-
ar voru að gefast upp í hlöðunni, og
sama má eflaust segja um unglinga til
sjávar, þegar aflaleysið stóð sem
lengst. Báðir áttu lífsafkomu sína und-
ir því, að úr rættist. Þeir voru í
tengslum við lífið sjálft. Og þótt við
höfum ríka ástæðu til að fagna auknu
öryggi á þessu sviði, mega þessi tengsl
þó ekki rofna.
Skólaæskan les um lífsbaráttu þjóð-
ar sinnar á liðnum öldum, en hún
lifir ekki á sama hátt þá baráttu í dag
og verður því tómlát í þessum
efnum. Ég hef rekið mig á marga
menntamenn, er lengi hafa setið á
skólabekk, sem eru undarlega fáfróð-
ir um það, sem er að gerast í þjóðlíf-
inu, atvinnumál, félagsmál, fjármál
o. fl. Og þetta er eðlilegt, námið
heimtar svo mikið af orku þessa fólks
og áhuga, að tími vinnst ekki til að
lifa lífinu, ef ekki á verr að fara á
prófinu.
Þarna höfum við kennarar og skóla-
menn ekki lireinan skjöld. Við tök-
um sérgrein okkar, að frœða, svo há-
tíðlega, og er það út af fyrir sig ekki
ásökunarefni, að við lítum yfirleitt
heldur illu auga allt það, eða flest,
sem dregur huga nemendanna frá
náminu. Við erum sem sé meiri fræð-
arar en uppalendur. Þegar Davíð
Stefánsson var í Menntaskólanum í
Reykjavík var hann auðvitað farinn
að yrkja. Ég hef það fyrir satt, að dag
einn hafi rektor kallað hið unga skáld
fyrir sig og harðbannað honum að
fást við slíkt á meðan hann væri við
nám í skólanum. Skáldið mun fáu
hafa svarað öðru en því, að skáld-
skaþur væri það viðfangsefni, sem
hann þráði öllum öðrum fremur.
Hver vildi bera ábyrgð á því, ef Da-
víð frá Fagraskógi hefði þá hætt að
yrkja? Þessa er ekki getið hér til að
lasta hinn ágæta rektor, heldur til
að sýna, hversu óskyggnir við kenn-
ararnir erum oft á það, sem með
nemendunr okkar býr. Jafnvel snilli-
gáfurnar geta þar farið fram hjá okk-
ur. Nei, skólar, sem eru ekki í nánu
sambandi við lífið, eru eins konar
steypumót. Þeir hafa að minnsta kosti
skilyrði til að vera það, og þeir hafa
óneitanlega tilhneigingu til að vera
það, vegna starfshátta sinna. Eitthvert
síðasta og nýjasta fyrirbærið, er stað-