Heimili og skóli - 01.06.1950, Blaðsíða 25

Heimili og skóli - 01.06.1950, Blaðsíða 25
HEIMILI OG SKÓLI 69 benda á þá vegu, sem reynsla og at- huganir hafa kennt mér bezta til upp- eldis trúartilfinningar. En ég vil fyrst leggja áherzlu á það, að trúin er til- finning. Alltof margir rugla saman játningum, skoðunum og trú. En eins og ástin er tii án ástarjátningar, þann- ig er og trúin tii án trúarjátningar. Þótt báðar þurfi þannig ákveðið form orða til ákveðinna samskipta í heimi efnisins. Trúin er jákvæð tiffinning gagn- vart hinum óskynjanlegu og að ýmsu leyti óskiljanlegu fögmálum tilver- unnar. Nýfætt barn er ákaffega ieynd- ardómsfuli vera. Það er eins og gjöf frá heimum hins óþekkta. Það sjálft er helgidómur hverju hjarta, sem á óspilltar trúartilfinningar. Hjal þess er móður og föðurnum líka stundum sem englamáf æðri lieima. Hjartað eitt talar, það er að segja tilfinning- arnar. Hugsunin hefur enn ekki öðf- azt form liins skynjanlega. En bráð- lega breytist englamálið í annað feg- ursta mál tilverunnar, en það er ís- lenzkan af saklausum barnavörum hverjum sönnurn Islendingi. Trúaruppeldi ómálga barns er fólg- ið í þvi, að umhverfis það ríki fegurð, hreinskilni og friður. Móðirin, og yf- irleitt allir, sem umgangast vöggu, ættu að gæta hreinfeika í framkomu og orðum. Fornar sagnir um börn, sem urðu umskiptingar vegna illyrða og haturs, sem umhverfis þau var haft, eru raunsannar í lífi nútímans. Vak- ið yíir vöggunni og umgangist hana sem helgidóm, þar sem ekkert illt og ljótt má þróast, syngið þar fegurstu ljóðin og blíðustu lögin, sem þið kunnið. Þegar barnið lærir að tala, hefst markvisst uppeldi á þessu sviði. Lát- ið ykkur ekki koma til hugar, að barn- ið sé þá enn of ungt fyrir trúarlega mótun, það er að segja áhrif frá krafti liins fagra og góða, af því að skilning- urinn sé vanþroska. Slík hugsun væri jafnmikil fjarstæða eins og sagt væri, að barnið ætti ekki að njóta sólskins, af því að það skilji ekki eðlisfræði- lega skilgreiningu eða efnafræðileg áhrif geislanna fyrir frumur líkamans. Verjið örfáum augnablikum á hverju kvöldi í hljóðum friði til að flytja litlu höndina upp að enni barnsins, signið það og látið það hafa yfir með ykkur bænarorð. Látið ekk- ert kvöld falla t'ir. Smám saman bætið þið við versum og bænum við barns- ins hæfi. Ef unnt er, þá syngið lög við erindin og látið barnið eða börnin gera það líka, eftir að aldur og geta leyfir. Látið það ekki aftra ykkur frá þessu, þótt stofulærðir uppeldisfræð- ingar segi, að loka eigi börnin ein inni í dimmu herbergi, þegar þau eiga að leggjast til svefns. Þetta er tízku- bull og augnablikskenning. Gerið einmitt síðustu stundir vökudagsins að ofurlitlum helgidómi fegurðar og kærleika. Fyrir allþroskuð börn verður stund- in þannig: Sungið lag og sálmavers. Sögð eða lesin stutt saga, helzt úr biblíunni. Skoðuð mynd, t. d. úr bók- inni „Biblían í myndum“. En það er bók, sem hvert heimili ætti að eiga. Síðan bæn eða bænir, sem börnin og móðirin eða faðirinn liafa yfir upp- liátt sameiginlega. — Stundinni lýkur með „faðir vor“ og blessunarorðum,

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.