Heimili og skóli - 01.06.1950, Blaðsíða 21

Heimili og skóli - 01.06.1950, Blaðsíða 21
HEIMILI OG SKÓLI 65 Norðlenzkt kennaramót Vikuna 4,—10. júní hélt Samband norðlenzkra barnakennara mót á Ak- ureyri. Mættir voru barnakennarar úr Skagafjarðar-, Eyjafjarðar- og báðum Þingeyjarsýslum. Stjórn sambandsins undirbjó mótið, ásamt námsstjóra. í lögum sambandsins er svo fyrir mælt, að kennaramót skuli haldin annað hvort ár og flytjast milli héraða. Er stjórn sambandsins skipuð kennurum af því svæði, þar sem mótin eru haldin hverju sinni. Góð þátttaka Mótið sóttu 70 kennarar af félags- svæðinu. Þetta mót var þríþætt, nám- skeið í skólavinnu, kennslutækjasýn- ing og umræðufundir. Á námskeiðinu fór fram kennsla í ýmiss konar skólavinnu (föndri). mjög athafnalítil og á mjög auðvelt með að láta allt, sem sagt er, fara inn um annað eyrað og út um hitt. Frá stúlkunnar hlið er þetta eina leiðin til þess að brynja sig gegn öllum á- róðri. „Letin“ er, eins og komið er í ljós, hugtak, sem teygja má eins og hrátt skinn. Það er því ekki rétt að væna börn um leti, heldur reyna í þess stað að finna orsök til þeirrar hömlu, sem veldur hinni oft nefndu „leti“. Það myndi þá sýna sig, að sökina er ekki að finna hjá barninu, heldur um- hverfi þess. Valdimar Össurarson íslenzkaði. Kennari var fröken Elinborg Aðal- bjarnardóttir, kennari við Handíða- skólann. Sýniskennsla í lestri, er Jón J. Þorsteinsson kennari á Akureyri hafði með höndum og leiðbeiningar í reikningskennslu og vinnubókagerð, er Jónas B. Jónsson, fræðslufulltrúi, Reykjavík, annaðist. Unnið var við föndrið frá kl. 9—12 daglega og auk þess unnu margir að því, hvenær, sem stundir gáfust frá öðrum störfum. Var kennsla fröken Elinborgar skemmtileg og lifandi, enda er hún listakona í þeirri grein. Unnir voru ýmiss konar hlutir úr bréfi, pappa og basti. í lestrarkennslunni sýndi Jón J. Þorsteinsson kennsluaðferðir sínar frá fyrstu byrjun, þar til börnin eru orðin læs, en aðferðir hans eru byggðar á hl jóðlestraraðferðinni. Hafði hann deild 8 ára barna við kennsluna. Fannst mönnum mikið til um að- ferðir Jóns og tækni, enda er hann þaulreyndur smábarnakennari og lærður maður á sviði hljóðfræðinnar. Jónas B. Jónsson leiðbeindi um ým- islegt viðvíkjandi reikningskennslu, er miðar að því, að hver einstaklingur njóti sín sem bezt. Einnig í vinnubók- agerð lagði hann áherzlu á frjálst starf. Jónas B. Jónsson hefur kynnt sér nýjungar í kennslutækni erlendis, einkum Svíþjóð. Fyrirlestur. Á mótinu voru þessi erindi flutt:

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.