Heimili og skóli - 01.08.1953, Qupperneq 5

Heimili og skóli - 01.08.1953, Qupperneq 5
Heimili og skóli TIMARIT UM UPPELDISMÁL / 12. árgangur Maí—Ágúst 1953 3.—4. hefti Vangefnu börnin. Þegar líða tekur að hausti og skóla- starfið nálgast, taka að sækja á mann spurningar við vandamálum síðustu vetra, og þá kemur skjótt í hugann eitt af viðkvæmustu vandamálunum, en það er meðferð og kennsla vangefnu barnanna. Það verður að viðurkenna, að íslenzka ríkið býr allsæmilega að skólunt sínum eftir ástæðum. Miklu fé er varið til skólamála og flestum landsins börnum er séð fyrir allgóðri menntun, en þó má segja, að einn hóp- ur barna verði útundan, en það eru einmitt vangefnu börnin. Við drýgj- um sem sagt þá miklu synd að ætla þessum börnum að sitja við sama borð og önnur börn, gáfuð eða meðal- greind. Við ætlnm okkur það vonlausa verk að kenna þessum börnum nálega sama námsefni og hinum betur gefnu. Þetta er líklega einltver stærsta synd okkar í skólastarfinu. Ég á hér ekki við börn, sem eru fá- bjánar, heldur hin, sem ekki verður séð að skeri sig neitt úr öðrum börnum fljótt á litið, en skortir gáfur til að geta lært allt það, sent barnaskólarnir heimta af öllum venjulegum börnuin. Jafnvel í stærri skólunum, þar sem hægt er að skipta nemendum í fleiri deildir eftir þroska, er þessum börn- um ætlað nálega sama nám, og ber fleira en eitt til þess. Meðal annars það, að margir foreldrar vita ekki, hvar barn þeirra er statt, og láta í ljós óánægju sína, ef það hefur ekki sama námsefni og önnur börn, og svo reka prófin eítir. Þar þarf allt að falla í sama farveg. Við eigum enga sérskóla fyrir þessi börn, varla sérbekki, enga sénnennt- aða kennara til að kenna þeim og eng- in hjálpartæki við kennslu þeirra. Þarna erum við vissulega á eftir ná- grannaþjóðunum. Það er enginn vandi að tala um þetta fullum hálsi almennt, en það er viðkvæmt mál, þegar skólinn þarf að ræða það við einstaka loreldra. Það er erfitt að segja við foreldrana: Rarnið þitt er svo illa gefið, að það getur ekki lært og getur ekki fylgst með öðrurn börnum. — Við íslendingar berum svo ntikla virðingu fyrir gáfunum, að við eigum erfitt með að sætta okkur við það, ef eitthvert af börnum okkar eða öll eru lítt gefin fyrir bóknám. En það er ofmat á gáfunum, jicgar foreldrum virðist allt tapað, ef barnið þeirra á erfitt með bóklegt nám, en er að öðru leyti heilbrigt og elskulegt barn. Það getur, þrátt fyrir það, búið yfir ótelj- andi öðrum góðum kostum og orðið nýtur og góður jregn í þjóðfélaginu.

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.