Heimili og skóli - 01.08.1953, Síða 7
HEIMILI C)C. SKOLI
51
að sýna þessum börnum fullkomið
réttlæti, því að réttlæti er það oftast
talið að láta eitt yfir alla ganga. Rétt-
ara væri að seja, að við yrðum að sýna
þessum börnum óbrigðulan kærleika,
bæði í heimili og skóla, aldrei þó í
formi meðaumkunar, því að það getur
orðið til þess, að börnin fari að kenna í
brjósti um sig sjálf, en það er þeim
ekki hollt.
Meðferð og kennsla vangefnu barn-
anna er alþjóðlegt vandamál. Aðrar
þjóðir hafa reynt að leysa það, og þá
fyrst og fremst með því að stofna sér-
staka skóla fyrir þessi börn, eða sér-
staka bekki innan hinna venjulegu
skóla, sem á Norðurlöndum nefnast
Hjelpeskoler eða hjelpeklasser, sem
við gætum nefnt hjálparskóla og
hjálparbekki. Til þessarar kennslu
hafa þeir sérmenntaða kennara og
mun ég ef til vill síðar segja frá þessum
skólum, sem ég kynntist í utanlor
minni s.l. vetur. Reynslan í Osló sann-
ar, að þau börn, sem koma frá þessum
skólum og bekkjum eiga auðveldara
með að komast áfram en önnur van-
getin börn, sem hljóta uppeldi sitt og
fræðslu í venjulegum skólum. Þetta
gæti verið bending um, hvert stefna
ber, bending um ótvírætt gildi sér-
kennslu fyrir slík börn. Aðeins í
Reykjavík gæti verið um sérstakan
hjálparskóla að ræða fyrir vangefin
biirn, en í stærri skólum utan Reykja-
víkur væri hægt að hugsa sér hjálpar-
bekki, enda sums staðar, komnir á. í
Barnaskóla Akureyrar voru t. d. s.l.
vetur tveir hjálparbekkir. En gallinn
er aðeins sá, að við höfum hér á landi
enga sérmenntaða kennara í þessari
grein enn sem komið er, en verðum að
treysta á brjóstvitið eitt, sem ég raun-
ar ber alltaf mikla virðingu fyrir. En
þar sem hvorki er hægt að koma við
hjálparskólunr né hjálparbekkjum,
ætti alveg tvímælalaust að gefa þessum
börnum kost á einhverri aukakennslu
— nokkra tíma á viku. Ef fá börn væru
í þeim hópi, ætti það að geta rétt þau
nokkuð af og komið að meira gagni en
miklu fleiri tímar í fjölmennum bekk
með börnum, sem lengra eru komin.
Annars ættum við að sýna þessum
börnum þá mannúð' að leysa þau frá
liinum niðurlægjandi prófum, sem
þeim er fyrirskipað að taka. í skóla
einum í Kaupmannahöfn kom ég í
bekk, þar sem 30 14 ára drengir voru
saman komnir. Þetta voru engir náms-
hestar, og jaess var heklur ekki krafizt
af þeim, að þeir sýndu ]>ar nein afrek,
en þarna var unnið af kappi, og vinnu-
gleði virtist mikil. Kennarinn benti
mér á einn dreng þarna í bekknum,
og sagði mér, að þetta væri nú síðasti
skóladagurinn hans. En þetta var í fe-
brúar. Daginn eftir átti hann að fara
í bakaraiðn, sem hann hafði haft auga-
stað á um nokkurt skeið, og nú var
hægt að taka á móti honum jrar. Það
var ekki minnst á próf þarna. Dreng-
urinn hvarf beint af skólabekknum út
í starfið. Fyrir hálfum mánuði hafði
annar drengur horfið á sama hátt og
farið í aðra iðngrein — einnig próflaus.
Kannske hefur hann haft eitthvert
vottorð frá skóla sínum um góða hegð-
un og sæmilega kunnáttu í móðurmáli
og í reikningi. Það var líka nóg.
í íslenzkum fræðslulögum er svo fyr-
ir mælt, að barn, sem ekki nær eink-
unnunni 5 í móðurmáli og reikningi
upp úr 12 ára bekk, skuli sitja aftur í