Heimili og skóli - 01.08.1953, Qupperneq 10

Heimili og skóli - 01.08.1953, Qupperneq 10
54 HEIMILI OG SKÓLI og rithöfundur. Hefur hann ritað mik- ið í blöð og tímarit. Einkum hefur hann birt sálma og andleg ljóð og greinar uppeldilegs eða kristilegs efn- is. Tvö sálmakver hafa komið út eftir liann: „Helgist þitt nafn“ 1922 og „Syng guði dýr“ 194CÍ. í þessum ljóða- söfnum eru perlur, sem orðið hafa eign þjóðarinnar eins og sálmarnir „Þú, Kristur, ástvin alls sem lifir“ og „Breiðist, Guð, þín blessun yfir“ úr fyrra ljóðasafninu. En í því síðara er m. a. sjóferðasálmurinn: „Nú rennur gnoð“ í þremur köflum. Þar er líka þýðing á hinum fagra sálmi „Eg er á langferð um lífsins haf“,,sem mörgum er kunnur. Einnig fallegi jólasálmur- inn: „Kom blessuð þú nótt, sem boðar frið“. Það er einn af fegurstu jólasálm- um, er ég þekki. Þá hafa komið út eftir Valdemar tvær kennslubækur handa barnaskól- um, Kennslubók í eðlisfræði og Kirkjusaga. En sú 3ja er nýkomin út, Kennslubók í kristnum fræðum. Það einkennir þessar kennslubækur Valde- mars, hve ljósar þær eru og gott að kenna eftir þeim. Mikið af ljóðum mun Valdemar eiga óprentað í hand- riti og ýmislegt annað um kennslumál og sagnfræði. Valdemar er kvæntur Stefaníu Er- lendsdóttur, hinni ágætustu konu. Eiga þau fjögur börn á lífi og hafa alið upp eitt fósturbarn, Guðrúnu Guð- mundsdóttur, ljósmyndara í R'eykja- vík. Þrír synir þeirra hjóna hafa lokið háskólanámi. Börn þeirra eru: Laufey, frú í Bót á Fljótsdalshéraði, Árni, verkfæðingur í Reykjavík, Stefán, prestur á Völlum í Svarfaðardal og Ár- mann, prófessor í lögum við Háskóla íslands. Hafa þau hjón haft mikið barnalán. Á síðari árum hefur Valdemar mik- ið helgað krafta sína kirkjulegu starfi. Hefur lrann ritað mikið um það efni og hefur átt sæti í stjórn almennra kirkjufunda. Þá hefur hann ekki getað verið án þess að starfa eitthvað með börnum. Hefur hann haft kristilegan sunnudagaskóla með börnum á Dalvík og víðar í sóknum sonar síns. Eg kynntist Valdemar á Norðfirði fyrir rúmum tuttugu árum. Minnist ég með hýhug heimilis hans og þeirrar kynningar okkar. Gaf hann mér þá ungum og óreyndum margar leiðbein- ingar, sem komu að góðu liði, því að Valdemar hefur af miklu að miðla. Hann er góðum gáfum gæddur og hef- /ur aflað sér mikillar þekkingar. Enda er hann mikill bókavinur. Á þessum tímamótum getur Valde- mar litið glaður yfir farinn veg. Hann hefur lokið miklu ævistarfi og fengið tækifæri til að vinna að hugðarmálum sínum. Eg óska honum og heimili hans heilla og blessunar um alla framtíð. Eiríkur Sigurðsson. Hverjum að kerma? Kennarinn: „Hvað segir faðir þinn við því, að þú skulir alltaf vera neðstur í bekknum?“ Eiríkur: „Hann segir, að það hljóti að vera lélegur kennari, sem ekki getur komið mér ofar.“

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.