Heimili og skóli - 01.08.1953, Side 11

Heimili og skóli - 01.08.1953, Side 11
HEIMILI OG SKÓLI 55 SIGURÐUR GUNNARSSON, Húsavík: Víðavangsskólar. Dagan 21.—25. apríl s.l. hélt Kenn- arasamband Noregs (Norges lærerlag) námskeið fyrir væntanlega formenn „lejr“skóla í hinu glæsilega félags- heimili sínu á Tranberg yið Gjövik. Stendur það á yndisfögrum stað, með útsýn yfir Mjösa. Kennarasambandið sýndi mér þá miklu vinsemd að bjóða mér, sem gesti sínum, þátttöku í móti þessu. Þar sem ég var mjög lítið kunnur þessari skóla- stefnu, þáði ég að sjálfsögðu hið ágæta boð með þökkum. Ég þóttist fullviss um, að það yrði mjög ánægjulegt að ferðast alllangt inn í hið fagra land, dvelja nokkra daga með nokkrum starfssystkinum, og kynnast athyglis- verðri skólastefnu, sem alltaf er að ryðja sér meira og meira til rúms. Eg varð þar heldur ekki fyrir vonbrigð- um .Mótið var í alla staði hið ánægju- legasta. Aðalfyrirlesari og leiðbein- andi var Mogens Pedersen, skolein- spektör, frá Kaupmannahöfn. En auk hans fluttu erindi nokkrir norskir kennarar. Þá var og farið í smá ferða- lög um nágrennið. Þátttakendur voru urn 20 víðs vegar frá Noregi. Víðavangs- (Lejr)-skólastefnan er upprunnin í Englandi. Eyrsta tilraun- in er gerð árið 1906, með telpnabekk frá Grange Road School í Breadford. Tilraunin gafst svo vel, að ,,lejr“-skól- inn varð eftir það fastur liður í sum- arstarfi skólans. Með sjálfstæðum at- hugunum og staríi, bæði einstaklings- lega og í litlurn hópi, skyldu nemend- ur læra á bók náttúrunnar sjálfrar, og dvelja með leiðbeinendum sínum, að mestu úti í ríki hennar, um nokkurra daga skeið. Síðan hefur skólaform þetta átt miklum og r axandi vinsæld- um að fagna og breiðzt út til margra landa. Segja má, að hugmyndin um skóla af þessu tagi hafi legið í lofti um þetta leyti. Hinn mikli uppeldisfræðingur, Lord B. Powell, hafði þá nýstofnað skátahreyfinguna, sem hreif mjög hugi manna. En eins og kunnugt er, er upp- eldisgildi hennar ekki sízt fólgið í þeim áhuga og þeirri virðingu fyrir útilífi og náttúruskoðun, senr einkenn- ir alla sanna þátttakendur hennar. Af Norðurlöndunum var Danmörk fyrst til að taka upp „lejr“skólastefn- una. Þangað barst hún í janúar 1929 og náði þar fljótt miklu fylgi og vin-

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.