Heimili og skóli - 01.08.1953, Blaðsíða 12
56
HEIMILI OG SKÓLI
sældum. Námskeið voru haldin til að
kynna hana, og rætt um hana í blöðum
og á mannamótum. Og innan fárra
missira gat mikill fjöldi bekkja, víðs
vegar um land, bæði úr barna- og
unglingaskólum, dvalið 8—12 daga í
„lejr“-skóla.
Hr. Pedersen sagði, að þótt árin
hefðu liðið, hefði áhuginn fyrir þess-
ari skólastefnu ekki dvínað í Dan-
mörk.' Þvert á móti hefði hann vaxið
að inun, svo að „lejr“-skólastefnan
hefði þar aldrei staðið á sterkari
grunni en í dag. — Og hann taldi, að í
sambandi við þau örlög, sem margar
nýjar stefnur í uppeldismálum hafa
hlotið, væri hin skjóta utbreiðsla
„lejr“-skólastefnunnar í Danmörk ein-
stök undantekning.
Það var mjög ánægjulegt og lær-
dómsríkt að kynnast því, hve skipu-
lagt þetta skólastarf er nú orðið í
Danmörk. Við hlýddum ekki aðeins
á ýtarlegar frásagnir um það, heldur
sáum einnig ágætar kvikmyndir frá
því ,og furðu mikla og góða nemenda-
vinnu, sem unnin var í sambandi við
hin ýmsu rannsóknarefni, sem tekin
voru fyrir. Fjöldi skóla á nú þar sinn
eigin „lejr“-skóla, en aðrir í samein-
ingu, einhvers staðar úti á landsbyggð-
inni, þar sem efri bekkirnir fá að
dvelja minnst 10 daga, hin seinni ár.
Og þótt starfssviðið sé að sjálfsögðu
fyrst og fremst úti: rannsóknir í ríki
náttúrunnar og á umhverfi öllu og at-
vinnuháttum byggðarlagsins, er ætíð
unnið daglega um stund inni. Stund-
um getur hópurinn líka að sjálfsögðu
þurft að halda til inni, vegna rigning-
ar eða óveðurs. En allt er „skólastarf"
þetta með öllu ólíkt Jjví, sem tíðkast í
\
venjuleguny skólum, og e .t. v. er þar
að finna meginástæðuna fyrir hinum
miklu vinsældum þessarar stefnu. Þá
er ýmiss konar íþróttum ætlað þarna
mikið rúm.-----Hér var ekki ætlunin
að lýsa ýtárlega daglegu starfi ,,lejr“-
skólans danska, og hinum ýmsu rann-
sóknar- og athugunarefnum hans. Það
tæki of inikið rúm, og er nægilegt efni
í aðra grein. En mér skyldist ótvírætt,
að hér væri um kennsluaðferð að ræða,
sem nemendum geðjaðist einstaklega
vel að. í ,,lejr“-skólanum störfuðu
þeir með meiri áhuga og gleði en
kennarar hefðu þorað að gera sér vonir
um. Þar \æru þeir ekki móttakendur,
eins og oftast í hinum gömlu, hefð-
bundnu lexíuskólum. Þar fengju þeir
að starfa sjálfstætt, gera sínar eigin at-
huganir og tilraunir, draga sínar eigin
ályktanir. Þar væru þeir í sambandi
við hið gróandi líf, sem jafnan er
harla langt frá lexíukennslunni. — Þá
voru hin auknu kynni, sem kennarar
fengju af nemendum sínum í ,,lejr“-
skólanum, talin mjög mikils virði.
Norðmenn liafa farið miklu hægar
í þessum efnum en Danir. Fyrsta til-
raun með norskan „lejr“-skóla var þó
gerð árið 1932, en féll fljótt niður aft-
ur. Árið 1947 var svo þráðurinn tek-
inn upp á ný, og frá þeim tíma hefur
skólastefnu þessari sífellt vaxið fylgi,
svo að Norðmenn eru nú farnir að tala
ákveðið um hana sem fastan lið í skóla-
starfi bæjanna. Áminnzt námskeið,
sem er tilefni þessa greinarkorns, er
ávöxtur þess umtals, og hið fyrsta
sinnar tegundar í Noregi.
Sagene skóli í Osló mun hafa mesta
reynslu í þessu efni, miðað við Osló-
skólana. Með frábærum samtökum,