Heimili og skóli - 01.08.1953, Síða 19

Heimili og skóli - 01.08.1953, Síða 19
HEIMILI OG SKÓLI 63 eiga við lestrar- og hegðunarörðug- leika að stríða. Aðgerðir til úrbóta á lestrarörðug- leikum eru margvíslegar, og verður aðeins bent á nokkrar hér. Aríðandi er, að lestrarkennslan sé skipuleg. Eins og lestrarkennslu er almennt hátt- að, er naumast um að ræða reglulega skipulegar lestrarnámsbækur nema þær, sem notaðar eru í fyrsta bekk. Barn, sem á við lesrarörðugleika að stríða, má ekki fá sem lestrarnáms- bók sígilt verk, þar sem hvert orðið öðru erfiðara rekur annað, orð, sem barnið þekkir ekki áður, verða að koma með skipulegu millibili og hef- ur ameríski sálfræðingurinn Gates, sem manna mest hefur um þessi mál fjallað, stungið upp á einu nýju orði fyrir hver 40 þekkt. Það væri góðra gjalda vert, ef einhverjir íslenzkir kennarar vildu athuga lestrarnáms- bækur okkar nákvæmlega, með hlið- sjón af þeim rannsóknum, sem gerðar hafa verið erlendis Að slíkri athugun lokinni væri hægara að gera tillögur til úrbóta, hvað lesbækur snertir. Ég hef áður minnzt á, hversu miklu máli það skiptir, að börnin hafi eitt- hvert takmark að keppa að. Sem gott dæmi þess skal ég nefna tilraun, sem ameríski sálfræðingurinn O. Brien gerði, og greint er frá í bók hans Sil- ent Reading. O. Brien skipti skóla- börnum í tvo jafnstóra hópa. Áður en skiptingin fór fram, hafði hann vit- prófað allan hópinn, svo að liann gat sett jafngreind börn í hvorn hóp. í öðrum hópnum voru börnin hvött mjög til þess að leggja allt kapp á lestrarnámið, og fengu þau oft í viku tækifæri til þess að fylgjast með fram- förum sínum. Hinn hópurinn vissi, hvað um var að vera.því að sömukenn- ararnir kenndu honum, en sá hópur var ekki hvattur sérstaklega til að beita sér við námið, og hann var ekki látinn fylgjast með framförum sínum. Þegar árangurinn var gerður upp eftir 39 skóladaga, var árangurinn sá, að hópnum sem látinn var fylgjast með framförum sínum, hafði farið fram um 58%, en hinum hópnum um 25%. Dönsku skólasálfræðingarnir, sem stjórna lestrarbekkjunum, kunna margar sögur, sem benda eindregið á, að mjög áríðandi sé að vekja áhuga barnanna. Carl Aage Larsen, sem ég minntist á áður, hafði dreng undir sinni umsjá, sem engum framförum virtist taka, og ekki hafði neinn áhuga fyrir námi. Dag nokkurn fór drengurinn að segja sálfræðingnum sögu af litlu, bláu bílunum sínum. Carl Aage notaði strax tækifærið, vél- ritaði söguna og bjó til úr henni litla bók, með sérstöku titilblaði. Þama var þá komin saga, sem drengurinn liafði samið sjálfur, og hana varð hann að lesa fyrir vini og vandamenn, hvenær sem færi gafst. Á þennan hátt lærði drengurinn þó nokkur orð, en^ hitt skipti þó meira máli, að nú var hann farinn að hafa gaman af lestri. Erik Thomsen, forstjóri skólasál- fræðiskrifstofunnar í Kaupmanna- höfn, átti lengi í stríði við dreng, sem alls ekki virtist ætla að verða læs. Loks komst Thomsen að því, að dreng- urinn hafði mikinn áhuga fyrir fisk- um og var þá strax búin til saga handa honum, sem fjallaði um fiska. Þá var björninn unninn og drengur- inn varð læs. '

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.