Heimili og skóli - 01.08.1953, Qupperneq 21
HEIMILI OG SKÓLI
65
\
í sína öskju, en fær barninu annað lítt
þekkt orð í staðinn, af og til tekur
hann þó orðið, sem búið var að læra,
upp úr öskjunni sinni og gengur úr
skugga um, að barnið sé ekki búið að
gleyma því.
Það er ekki tilgangur minn að telja
upp allar þessar mismunandi kennslu-
aðferðir, sem notaðar eru til þess að
kenna börnum lestur; það, sem mér
leikur hugur á, er að sýna fram á,
hversu mikils virði það er að bætt sé
úr lestrarörðugleikum barna. Rann-
sóknir, sem gerðar voru í Kaupmanna-
höfn, sýndu að fjöldi barna, sem áttu
við lestrarörðugleika að stríða, þjáð-
ust einnig af sálrænum truflunum;
hvort lestrarörðugleikarnir áttu sök á
sálrænum truflunum eða þetta var
öfugt, var ekki alls staðar hægt að
skera úr, en hvor orsökin sem var
undirstæð (primær), þá var nauðsyn-
in á að bæta úr vandræðunum sú
sama.
Reynsla dönsku skólasálfræðinganna
hefur orðið sú, að þeim mun fyrr,
sem barn, sem á við lestrarörðugleika
að stríða, kemst til sérmenntaðs kenn-
ara, þeim mun meiri líkur eru til, að
bætt verðí úr vandræðunum. Ló að ég
noti orðið sérmenntaður kennari í
þessu sambandi, þýðir það ekki, að
kennarinn sé með háskólamenntun á
þessu sviði. Hann þarf vitanlega að
hafa kennarapróf, hafa kennt lestur
um skeið og helzt með góðum arangri,
en einkum þarf hann að hafa áhuga,
fyrir því, að reyna sem flestar leiðir
til þess að veita hverju og einu barni
þá lestrarþekkingu, sem tök eru á.
Aður en hann hefur þetta starf, þarf
hann að ganga á smánámskeið hjá
skólasálfræðingi og auk þess að fara í
heimsóknir til annarra kennara, sem
sérstaklega góðum árangri hafa náð í
lestrarkennslu. Kennari í lestrarbekk
verður að hafa náið samstarf við for-
eldra barnanna, og ber honum því
skylda til að fara í heimsókn öðru
hvoru til allra foreldra; sama skyldan
hvílir á kennurum, sem kenna í öðr-
um sérbekkjum. Heimsóknir þessar
sýna oft athugulum kennara, hvar
orsakanna að vandræðum barnsins er
að leita.
Mér er kunnugt um, að mörg börn
hérlendis eiga við lestrarörðugleika
að etja. Með tilliti til þeirrar reynslu,
sein fengizt hefur meðal annarra
þjóða, finnst mér hæpið að athuga
ekki, livort heppilegt sé að láta börn,
sem eiga mjög erfitt með að læra lest-
ur„ njóta sérkennslu svipaðri þeirri,
sem liezta raun hefur gefið erlendis.
Þótt lestrarbekkirnir hafi gefið bezta
raun, gæti líka komið til mála að
stofna lestrardeildir, þannig að börn,
sem eiga mjög erfitt með að læra að
lesa, fái aukatíma í lestri. Þessi að-
ferð hefur þó þann annmarka, að
mörgum börnum veitist nú þegar
nógu erfitt að ráða við skólanámið,
þótt ekki sé bætt á þau aukatímum;
tel ég m. a. með tilliti til þess skyn-
samlegast að vinna að því, að sérstak-
ir lestrarbekkir verði stofnaðir og það
sem fyrst. Fjöldi barna yrðu firrð
vandræðum með stofnun þeirra.