Heimili og skóli - 01.08.1953, Síða 22

Heimili og skóli - 01.08.1953, Síða 22
66 HEIMILI OG SKÓLI J. Ó. SÆM UNDSSON: Frjálsir tímar. Bjallan hringir. Rétt röð skólabarnanna er nærri því samstundis komin í ganginn framan við k'ennslustofudyrnar. Þarna standa þau, rjóð og móð, eftir hlaupaleik frí- stundarinnar, bíða leyfis um að mega koma inn, og athafnasömustu fjörkálf- arnir nota tækifærið til að þurrka af sér svitann. Dyrnar opnast. Hópurinn greinist í raðir, sem halda hiklaust inn gangana milli skólaborðanna, þar sem hver finnur sinn ákveðna stað. Allir setjast, nema kennarinn. Hann stendur þegjandi við sitt borð og bíður þess, að kyrrð komist á. Því næst segir hann: „Jæja, börnin góð. Þá er nú aðeins síðasti tíminn eftir af þessari viku, frjálsi tíminn. Við þurfum að vera dugleg að nota nokkurn liluta lians til undirbúnings, annars verður ekkert gaman.“ Margir í einu spyrja, hvað eigi að hafa í frjálsa tímanum, því að, eins og oft áður, hafði kennarinn haldið því alveg leyndu, hvað ætti að gera. Eftir- vænting barnanna er mikil og gleðin auðsæ. ,,Við athugum málið svolítið hérna inni, en svo förum við í íþróttasalinn." Það glaðnar enn meira yfir sumum, því að vanalega voru það skemmtileg- ustu frjálsu tímarnir, sem hafðir voru í salrtum. „Við vorum í dag að læra um Island, firði og flóa, skaga og nes, þorp og kaupstaði. Eða var ekki svo?“ „Jú-jú-jú-jú.“ „Og leikurinn gæti heitið Strand- ferðaleikur, eða Hafna-leikur, eins og sá, sem þið höfðuð áðan. Hann er að- eins allmjög öðruvísi, og nú segi ég ykkur það strax, ef þið viljið taka eft- ir því. Þið munúð fá skemmtilegan leik, ef allir verða duglegir við undir- búninginn, annars ekki.“ Þessu er vel tekið, og leiknum er samstundis lýst nákvæmlega. Börnin hlusta á, full af áhuga, og það gengur vel að gera þeim ljóst, hvernig leikur- inn á að vera. „Við þurfum öll að hafa krítarmola í hendinni. Við leggjum stóra íslands-

x

Heimili og skóli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.