Heimili og skóli - 01.08.1953, Qupperneq 23

Heimili og skóli - 01.08.1953, Qupperneq 23
HEIMILI OG SKÓLI 67 kortið okkar á mitt salgólfið eftir rétt- um áttum. Svo liöfum við metra- kvarðann okkar og nokkur önnur prik, jafnlöng, og hjálpumst að því, að teikna á salgólfið umlínumynd af Is- landi, þar sem allir firðir eru 10 sinn- um lengri og breiðari en á kortinu, eða réttara sagt, allar vegalengdir 10 sinnum lengri. Þetta á að geta tekið stuttan tíma, ef enginn liggur á liði sínu ,en fyrr getur leikurinn ekki haf- izt en þetta hefur verið gert. Svo fáið þið að leika skip, þar sem hvert heitir sínu nafni, farið síðan milli liafnanna og flytjið fólk og vörur.“ Nú rignir spurningum yfir kennar- ann, því að enn er ekki allt full-ljóst, og nokkurrar óþolinmæði verður vart. Sumir eru ekki heldur orðnir sann- færðir um, að þetta verði nógu skemmtilegt. Aðrir óttast, að allur tím- inn fari í undirbúning. „Eigum við svo bara sjálf að vera skipin?" spyr einhver, sem búinn var að gera sér ljóst, að það yrði alls ekki reglulega skemmtilegt þannig. Lausn þess vandamáls er líka fyrir liendi, og fær góðan byr. „Hvert barn fær að hafa sinn stól, ýta honum á undan sér, eins og í bíla- leiknum. En svo er ekki öll sagan sögð enn. Takið vel eftir því, að enginn má fara neitt á sínu skipi, nema vita hvert hann ætlar, og svo verður hver að eiga eittvert skynsamlegt erindi milli hinna ákveðnu staða. Þeir, sem ekki vita þetta af sjálfsdáðum, verða að fá leið- beiningar, gera ferðaáætlun í samráði við mig, áður en af stað er farið. Helztu hafnir landsins okkar verða greinilega merktar á krítarkortið, kaupstaðirnir rauðir, kauptúnin blá. Engin nöfn verða skrifuð á gólfið.“ „En ætli krítarstrikin núist ekki öll út um leið?“ spyr nú einhver athugull snáði. „Þið verðið að reyna að ganga sem minnst á þeim, en annars mun ég stöð- ugt bæta úr því, eins og unnt verður. — Nú munum, við það fyrst og fremst, að keppast við undirbúninginn, og því næsþ að enginn má sigla skipi sínu, nema í ákveðnum erindum milli staða, sem víst er, að erindin eigi við. Við flytjum fyrst. og fremst nauðsynjavör- urnar og höfum viðkomustaði á aðal- höfnunum okkar, en smærri staðir mega þó alls ekki verða útundan, því að þar er líka fólk, sem þarf að borða.“ Bjallan hringir. Röðin þokaðist út úr kennslustofunni. Hópurinn dreifð- ist ekki, fyrr en komið er í salardyrnar. Kennarinn kemur síðastur með ís- landskortið, prikin og krítina. Starfið byrjar um leið, og flestir eru sæmilega hæfir til verksins. Miðpunktur er ákveðinn bæði á kortinu og svo merkt- ur á gólfið. Fyrst er mælt fyrir stærstu skögum og yztu nesjum. Fyrr en varir sér maður Breiðafjörð, Vestmannaeyj- ar, Hraunhafnartanga, Romshvalanes, Eyjafjörð og svo hvern landshlutann af öðrum, unz hringurinn hefur lok- ast. Þá eru í hvelli merktar allar rnerk- ustu hafnir og nokkrir smærri staðir. Skipin eru tekin fram, höndum gripið um stjórnvölinn (stólbakið) og nöfnin ákveðin. „Fossarnir" og Ríkisskip hrökkva ekki til. Þá eru teknir togarar í það, sem vantar. Það er gaman að heita Ingólfur Arnarson og Hallveig Fróðadóttir, fara út Halamið og sækja

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.