Heimili og skóli - 01.08.1953, Side 29
HEIMILI OG SKÓLI
73
eins konar leiktjöld við sýningarnar.
Voru þær þá settar saman i eina heild
og festar upp á vegg. Síðan bjuggu
telpurnar til leikrit um allt efnið og
léku það, en tjöldin á bak við, er þær
höfðu teiknað, gáfu efninu meira líf.
Ekki sá ég þessa þætti, en fékk nokkra
hugmynd um þá af myndunum.
Kennslukonan sagði, að með þessari
kennsluaðferð festist nálega hvert at-
riði, sem lært var, í minni telpnanna.
Á sama hátt unnu þær t. d. verkefni
um Sameinuðu þjóðirnar. Þær bjuggu
til leikþátt um Allsherjarþingið og
allan gang þess — Öryggisráðið og
fleiri stofnanir, og léku hinar helztu
persónur, sem þar sitja á rökstólum.
Þriðja verkefnið ,sem kennslukonan
sagði mér frá, var goðafræði Norður-
landa. Hún sýndi mér geysilega
myndasamstæðu frá þeim leikþáttum,
og af þeim gat ég nokkurn veginn
fundið þráðinn í verkefninu. Ég hafði
orð á því, að það hlyti að taka mikinn
tíma að teikna öll þessi ósköp af mynd-
um, og kvað kennslukonan það allt
unnið í tómstundavinnu, en ekki í
skólatímanum.
Ég segi ekki frá þessu Itér til þess að
kennarar taki þetta almennt upp sem
kennsluaðferð, heldur til að sýna,
hvernig gera má kennsluna lifandi,
þótt ekki sé nema við og við. Allt
skólastarf á að vera í eðli sínu traust
og fast í sniðum, en þó frjótt, lifandi
og litbrigðaríkt. Þetta er list, sem
kannske er nokkuð vandlærð, en með
góðum vilja má smátt og smátt þreifa
sig áfram í þessu efni og flytja sjálft
lífið í fortíð og nútíð inn í kennslu-
stofurnar.
H. J. M.
Barnið.
(Þ. 20. ágúst s.l. varð Margrét Jóns-
dóttir, skáldkona í Reykjavík, sextug.
Þann sama dag kom út eftir hana ný
ljóðabók er nefnist: Meðan dagur er.
Heimili og skólr leyfir sér að taka
traustataki á þessu fallega kvæði úr
hinni nýju bók):
Blátt og tært er auga þitt
sem blik frá stjörnusal.
Rjóðar eru varirnar
sem rós í fjalladal.
Lokkar þínir glitra
sem lýsigull í sól.
Bjart og mjúkt er hörund þitt
sem blómið úti’ á hól,
unaðsríkur hlátur þinn
í ætt við fossanið,
hjalið ljúfa minnir á
mildan þrastaklið.
Skært og hreint er bros þitt
sem skíni sól á hjarn.
Getur nokkuð fegurra
en gott og saklaust barn?
Allir munu taka undir
óskina þá,
að þú megir vaxa
og miklum þroska ná.
Leggjum hönd á plóginn,
veltum völu úr leið,
svo barnið fái dafnað
og braut þess verði greið.
(Ort fyrir barnadaginn 1951).