Heimili og skóli - 01.08.1953, Blaðsíða 35

Heimili og skóli - 01.08.1953, Blaðsíða 35
HEIMILI OG SKÓLI 79 nemendur farið í skrúðgöngu um göt- ur kauptúnsins á sumardaginn fyrsta, en að þessu sinni féll sá þáttur niður. Veður var kalt, stormur og nokkur snjókoma. Skemmtanirnar voru allar endurteknar næstu daga. Nemendur unglingaskólans sáu um þrjú skemmtikvöld í skólanum yfir veturinn. Unglingadeildir störfuðu í barna- skólanum eins og að undanförnu: Æskudáð — 4. bekkur, 11 og 12 ára börn. Æskugleði — 3. bekkur, 10 og 11 ára börn. Æskuvon — 2. bekkur, 8 og 9 ára börn. Fundir voru einu sinni í viku. Þá báru börnin oftast hvíta húfu með rauðum krossi. Fundirnir fóru skipu- lega fram og hófust og enduðu með söng. Börnin fluttu valin kvæði og sögur. Stundum las kennarinn valda kafla, t. d. úr Islendingasögum. Þá ræddi hann við börnin um móður- málið, hollustuhætti, umgengnisvenj- ur>og hjálpsemi við menn og málleys- ingja. Eins og undanfarin ár, var öll- um sjúklingum úr byggðarlaginu, sem dvöldu á sjúkrahúsum, send lítil jóla- gjöf og kveðja. Börn úr unglingadeild- unum önnuðust merkjasölu fyrir Rauða Kross Islands á öskudaginn ásamt nemendum úr unglingaskólan- um. Síðastliðið vor voru gróðursettar trjáplöntur, nokkur hundruð, í land- svæði, sem skólinn hefur fengið til umráða. í vor munu börnin og unglingarnir einnig gi'óðursetja nokk- nr lmndruð trjáplöntur. Sú nýbreytni var tekin upp síðast- liðinn vetur að fá nokk'ra gesti til þess að flytja erindi í unglingaskólanum. þeir, sem til var leitað, brugðust vel við og kann skólinn þeim beztu þakkir fyrir. — Þessir fluttu erindi: Benedikt Guttormsson, bankastjóri: Meðferð fjármuna og gæzla sparifjár. jón Sveinsson, kaupfélagsstjóri: Handritamálið. Arnþór Jensen, pöntunarfélags- stjóri: Verzlun og viðskipti. Lúðvík Ingvarsson, sýslumaður: Fyrri heimsstyrjöldin. Kristinn Júlíusson, bankaritari: Lög og reglur. Anna Sigurðardóttir, frú: Félags- málastarfsemi Sameinuðu þjóðanna. Erindi þessi voru að sjálfsögðu mið- uð við þroska áheyrendanna. Fleiri góðir gestir heimsóttu skól- ann í vetur: Ólafur Olafsson, kristniboði, flutti erindi og sýndi fræðslukvikmynd um mannslíkamann: Verkið lofar meistar- ann. Jón Oddgeir Jónsson, fulltrúa Slysa- varnafélags Islands, sýndi kvikmynd og flutti erindi um slysahættur og um- ferðareglur. Ólafur Guðmundsson, frá trúboði aðventista, sýndi skuggamyndir úf Biblíunni. Hver starfsdagur hófst með almenn- um söng á gangi skólans. Stundum lásu kennarar einnig valin kvæði. Einn af nemendum unglingaskólans lék að jafnaði á orgel við morgunsöng.

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.