Heimili og skóli - 01.08.1953, Blaðsíða 36
80
HEIMILI OG SKÓLI
Bindindisfélag kennara.
Þann 15. júní s.l. var stofnað Bind-
indisfélag íslenzkra kennara (B. í.
K.). Stofnendur voru 52 kennarar víðs
vegar að af landinu og úr flestum
skólaflokkum. í 2. grein félagslaga seg-
ir svo:
„Tilgangur félagsins er að vinna að
heilbrigðu þjóðaruppeldi á grundvelli
bindindissemi í öllum stéttum þjóð-
félagsins.“
Hyggst félagið að ná þessum til-
gangi m. a. með skipulegri fræðslu um
bindindismál í skólum landsins, nám-
skeiðurjr, útgáfu fræðslurita og með
því að safna saman í eina félagsheild
öllum þeim kennurum á íslandi, sem
áhuga hafa fyrir bindindismálum.
Fyrst um sinn er hér aðeins um að
ræða eitt félag fyrir allt landið, en
ætlunin er að stofna deildir í bæjum
og héruðum. Þegar svo er komið, verð-
ur B. I. K. landssamband samtakanna.
Settur fræðslumálastjóri, Ingimar
Jóhannesson, flutti ávarp á stofnfund-
inum, hvatti til átaka um bindindis-
málin innan kennarastéttarinnar og
óskaði félagsskapnum velfarnaðar.
Hannes J. Magnússon, skólastjóri á
Akureyri, er var fundarboðandi,
skýrði frá starfsemi hliðstæðra félaga á
Norðurlöndum.
í stjórn voru kosnir:
Formaður: Hannes J. Magnússon,
skólastjóri, Akureyri.
Varaformaður: Brynleifur Tobias-
son, áfengismálaráðunautur, Akur-
eyri.
Ritari: Jóhannes Óli Sæmundsson,
Árskógi.
Vararitari: Eiríkur Sigurðsson, yfir-
kennari, Akureyri.
Gjaldkeri: Þórður Kristjánsson,
Reykjavík.
Kosnir voru 3 fulltrúar til að mæta á
norræna bindindisþinginu, sem háð
var í Reykjavík í byrjun ágústmán.:
Hannes J. Magnússon,
Marinó L. Stefánsson,
Þorsteinn G. Sigurðsson.
Lög B. í. K. mæla svo fyrir, að aðal-
fundur þess skuli haldinn í júní eða
júlí á ári hverju.
Síðan hafa allmargir kennarar bætzt
í félagið, en þeir, sem eiga eftir að til-
kynna þátttöku sína, og þeir eru vafa-
laust margir, geta sent tilkynningu þar
um til formanns eða ritara.
Nótt.
Fel mig rótt í faðmi þinum,
flyt mér óð þinn kœra nótt.
— Ég launa skal með Ijóðum minum,:
þau lengst af eru til þín sótt.
Ef að titra tár á hvörmum,
trega blandinn hugur minn;
— þú vefur mjúkum móðurörmum
rnild og hlý um soninn þinn.
Er mér veröld virðist sýnum
vera grá og dauðableik.
— Ég les af heiðum himni þinum
hreinleik, tign og mikilleik.
Theódór Daníelsson.