Heimili og skóli - 01.08.1953, Side 38

Heimili og skóli - 01.08.1953, Side 38
82 HEIMILI OG SKÓLI þau nefna „sams konar“, er það aldrei, vegna þess, að óhjákvæmilega hefur hún misjöfn áhrif á tvö ólík böm. Þegar við vinnum að vandamálum \foreldra og barna, komumst við að því einnig, með því að tala við börnin, að þau (börnin), álíta viðleitni foreldr- anna í því að fara eins með þau, mjög rangláta, og að gert sé upp á milli þeirra. Þau dæma nefnilega hlutina frá allt öðru sjónarmiði en foreldr- arnir. Lítil börn tala raunar ekki um, hvort eitthvað sé „réttlátt" eða „rang- látt“, þau nota aðra talshætti, svo sem: „Það er gert upp á milli“, „þetta eru svik“, „pabbi er slæmur“ o. s. frv., sam- tímis því, að andspyrna þeirra í hinu mismunandi ástandi sýnir greinilega, að þau eiga eins konar réttlætiskennd eða réttlætistilfinningu. Á 10—11 ára aldursskeiðinu byrja þau að nota orðin „réttlátt“ og „rang- látt“. í gáfnaprófi Binets er verkefni fyrir 11 ára aldursskeiðið, þar sem á að skilgreina réttlæti. \ Frá þeim tíma ber meira og meira á því í dómum barna um fullorðið fólk almennt, hvort það sé réttlátt eða ekki. Samkvæmt rannsókn Östlyng- ens1) um álit skólabarna í Osló á kenn- ara sínum, sögðu nemendur í 6. og 7. bekk, að mestu máli skipti, að hann væri réttlátur, félagslyndur og skiln- ingsgóður. (Fyrir yngri börnin er mik- ilvægast, hvort kennarinn er eftirlátur eða siðavandur.). Raunverulega er töluvert auðveldara fyrir kennara að vera réttlátur — í aug- ’) Emil Ostlyngen: Skolen frá elevenes standpunkt, Oslo 1939. um barnanna — en það er fyrir for- eldrana. Það er til mikilla hagsbóta fyrir kennarann, að oftast eru börnin í hópnum hans á líku reki. í heimilun- um er aftur á móti tillitsleysi foreldr- anna gagnvart aldursmismun barn- anna orsök árekstra milli eldri og yngri. Eins og kunnugt er, skiptir ald- urinn miklu máli meðal barnanna. Þau spyrja oft ókunnugt barn um ald- ur þess, áður en þau spyrja að nafninu. Þegar á allt er litið, er það uppeld- inu að kenna, að ekki er talið eins mikilvægt að vera þriggja, eins og sex ára. Við teljum börnunum trú um, að það sé gott að verða stór, að það sé tak- mark í sjálfu sér. Við segjum: „Þetta gerir stóri drengurinn ekki.“ „Það er stór stúlka, sem getur þurrkað upp fyrir mömmu" og við frestum futlnæg- ingu hinna ýmsu óska barnanna með loforðinu: „Þetta og þetta máttu, þeg- ar þú verður stór.“ Einmitt af því að börnin álíta, að það, að vera eldri en önnur börn, skeri úr um álit þeirra og réttindi gagnvart þeim yngri, verða eldri börnin mjög móðguð, ef foreldrarnir — í réttlætis- skyni, til þess að gera ekki mismun (eða af því að það er þægilegast), fara eins með eldri og yngri systkini. Tólf ára stúlka trúði skólasálfræð- ingi fyrir því, að foreldrum hennar þætti vænna um litlu systurina, sem var átta ára .„Þau dekra við haanÁ- sagði hún. „Hún fær allt á undan mér. Ég er alltaf að nauða um eitthvað. Mamma segir: „Þú færð þetta, þegar þú stækkar.“ En litla systir þarf ekki að stækka. Ég eignaðist ekki reiðhjól fyrr en ég var ellefu ára og þá fékk hún auðvitað líka reiðhjól — og hún

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.