Heimili og skóli - 01.08.1953, Side 40

Heimili og skóli - 01.08.1953, Side 40
84 HEIMILI OG SKÓLI Er barnið skólaþroskað? Eftir G. VELSING RASMUSEN skólasálfræðing. Það, sem gefur barni vilja og þrótt til að fá áhuga fyrir skólanáminu er, að finna árangur af því og einhverja framför. Þetta lögmál ríkir á öllum stigum skólanámsins, en er þó sérstak- lega mikilvægt, þegar barnið er að hefja skólanám sitt. Misheppnrfð byrjun getur haft þær afleiðingar, að barnið fær andúð á skólanum og skóla- náminu, sem það getur kannske aldrei losað sig við. Þess vegna ætti ekki að senda barn í skóla, fyrr en það hefur náð þeim þroska, sem skólanámið krefst. Því miður taka gildandi lög (í Dan- mörk) ekki tillit til þessa. 7 ára barn er skólasylt, hvort sem það hefur þroska til þess eða ekki. Raunar er all- ur þorri 7 ára barna hæfur til skóla- göngu, sem betur fer. Mörgum foreldrum er það kapps- mál að koma börnum sínum sem fyrst í skóla. Um það bil helmingur allra barna er sendur í skóla sex ára, sem sé einu ári áður en krafizt er (barn er ekki skólaskylt ef það er ekki orðið 7 ára í byrjun skólaárs). Þetta er allt gott og blessað, þegar um venjuleg börn er að ræða, en reynist aftur hinum óþroskuðu erfið ganga. Hér við bætist svo, að vel þroskuðum og lítt þroskuð- um börnum er blandað saman í bekki. Óskólaskyld börn ætti því aðeins að taka í skóla, að greindarpróf hafi farið fram, er sýndi þroska þeirra. F.n af slíkum þroskaprófum eru til mörg kerfi. — Kristín var 6 ára og 5 mánaða, þegar hún byrjaði nám í I. bekk. Hún var lítil vexti, fíngerð og ákaflega mik- ið smábarn. Hún getur aðeins haldið sig að starfi stutta stund í einu. Þá stendur hún upp, eins og ekkert sé sjálfsagðara, hleypur um skólastofuna og talar hátt við hin börnin. Hún er góðlynd og vingjarnleg, en hún skilur alls ekki, að það eigi neitt við hana, sem kennarinn segir við bekkinn í heild. Á leikvellinum er hún allt of eigingjörn til að geta tekið þátt í félagsleikjum barnanna. Inni í bekkn- um ætlast hún alltaf til þess, að athygl- in beinist að sér, einkum athygli kenn- arans, og ætlast alltaf til að hann snú- ist í kringum hennar persónu. Hún getur ofurlítið lært að lesa, en í reikn- ingi fer allt í strand þegar í byrjun, og hún missir allan áhuga fyrir honum. Það er raunar ekki hægt að dæma Kristínu og námsósigur hennar ein- giingu eftir þroskaleysi, en skóla- þroskuð var hún ekki. Það eru miklar líkur fyrir því, að allt hefði gengið bet- ur, ef hún hefði beðið með sína skóla- göngu í eitt ár. — Af framansögðu er það greinilegt, að námsþroski er mikilvægur liður í skólaþroskanum, en þó hefur félags- legur þroski þar einnig miklu hlut- verki að gegna. Barnið verður að hafa náð þeim þroska, að geta lagað sig eftir öðrum aðstæðum en heimilisins, það verður að vera fært um að geta samrýmst stærri hópum bama, er það

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.