Heimili og skóli - 01.08.1953, Side 41

Heimili og skóli - 01.08.1953, Side 41
I HEIMILI OG SKÓLI verður að laga sig eftir. Og það verður síðast en ekki sízt að hafa náð þeim þroska að geta samið sig eftir hinum einföldustu reglum skólans og vinnu- aðferðum. Það verður einnig, að vissu marki, að geta unnið sjálfstætt að verkefnum, sem því eru fengin, án beinnar, persónulegrar hjálpar frá kennaranum, en aðeins eftir óbeinum leiðbeiningum, sem bekknum eru gefnar í heild. En þegar námsþroskann vantar, skortir venjulega einnig hinn félags- lega þroska. Og jafnvel ber það oft við, að börn, sem hafa eðlilegan náms- þroska, búa ekki yfir samsvarandi félagsþroska. Einnig þessum börnum reynist oft erfið hin fyrsta skólaganga. Og það er einkum þessi tegund barna, sem truflar vinnufrið bekkjarins og heimtar sí og æ eftirtekt og aðstoð kennarans. Það ber oft við, sem betur fer, að barnið kemst yfir þetta á nokkrum mánuðum og lagar sig eftir hinu nýja umhverfi. Loks ber að geta þess, að til eru all- mörg börn, sem haldin eru hömlum á einhverju vissu sviði, eiga t. d. sérstak- lega erfitt með að læra að lesa. Önnur eiga kannske mjög erfitt með að læra að reikna o. s. frv. En jafnvel, þótt hægt væri að velja öll þau börn frá, sem á einhvern hátt væru óþroskuð, t. d. með greindarmæl- ingum, myndi samt vera geysilegur munur á þeim börnum, sem eftir yrðu innbyrðis, og meðal annars mikill þroskamunur. Og það er mjög fjarri sanni að afgreiða öll börn, sem ekki falla inn í venjulegan 1. bekk með «einni setningu: Þau hafa ekki náð 85 skólaþroska. Hinu má heldur ekki gleyma, að það er mjög mikilvægt, hvernig skólinn leggur námsefnið fyrir þessi börn. Hugtakið skólaþroski ber að skilja þannig, að barnið sé sæmilega þrosk- að til að geta notfært sér þá kennslu, sem fram fer í 1. bekk og fullnægt þeim kröfum, sem þar eru gerðar til þess. Ef liins vegar eingöngu væri not- ast við sýnikennslu, farið hægt yfir og gerðar minni kröfur, myndi skóla- þroskatakmarkið færast neðar. Skólaþroski verður helzt glæddur með verklegum æfingum, svo sem teikningu alls konar, smáföndri, stafa- og reikningstækjum, og alls konar uppeldisleikföngum. Það er alveg sérstaklega mikilvægt að hafa samvinnu við foreldrana, þeg- ar um er að ræða meðferð og kennslu lítt þroskaðra barna. Það getur valdið miklu tjóni og raunverulega tafið fyr- ir þroska barnsins, ef foreldrarnir af óforsjálu kappi við að koma barninu áfram, halda að lexíulærdómur og þululærdómur, með þar til heyrandi áminningum, eftirrekstri og hótun- um, geti ýtt undir framfarir barnsins. En fái foreldrarnir hins vegar leið- beiningar, geta þeir í smá áföngum og með tiltölulega litlu efiði hjálpað barninu (og kennaranum). Kannske barnið geti fengið lánað heim með sér eitthvað af þeim tækj- um og efni, sem unnið er með í skól- anum, en sem naumast vinnst tími til að láta barnið vinna með þar, kannske í fjölmennum bekk. Kannske foreldr- arnir vilji líka gefa barninu eitthvað af slíku. Barn í slíkri aðstöðu getur tæpast fengið betri og heppilegri

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.