Heimili og skóli - 01.08.1953, Qupperneq 43

Heimili og skóli - 01.08.1953, Qupperneq 43
I HEIMILI OG SKÓLI 87 « MIN NIS BLAÐ handa þeim, sem nota kverið ..LÍF OG JÁTNING“. Bls. 4: ,rKirkjan mín og Drottinn minn.“ — Andlátsorð Gottskálks biskups Kenikssonar í laukagarðinum á Hólum í Hjaltadal 1457. — (Dr. J. H.: Kristnisaga íslands, bls. 234). Bls. 5: Postulleéa trúarjátningin. — Kirkjuleg arfsögn telur, að játningin sé orði til orðs komin frá postulum Jesú Krists. Sagnfræðingar draga það hins vegar í efa. En postulleg er játningin samt að þvi leyti, að hún tjáir oss skilning og skoðanir forn- kristninnar og postulanna, að því er bezt verður vitað.\ — (S. P. S.: Fimm höfuð- játningar). Bls. 7: Fórnaraltarið er táknar Guðsþrána. — Sagt hefur verið, að „hið fyrsta, sem maðurinn hafi gjört, er hann hafði kastað dýrshamnum, hafi verið að reisa Guði alt- ari.“ — Guðsþráin er ein af frumhvötunum í mannssálinni. Bls. 7: Að skapa og búa til. — Gjöra verð- ur glöggan greinarmun á því tvennu: að skapa og búa til. — Að skapa er að láta hluti, efni og lögmálsbundin öfl verða til af engu með almættisorði.1) — Að búa til er að gjöra hluti úr efnum, sem eru fyrir hendi, eða verða samsett með efnablöndun og efna- sameiningu samkvæmt lögmálum náttúr- unnar. Bls. 9: Grundvöllur „gamla sáttmálans“ er lögmál Móse, — tíu boðorðin. — Tvö- falda kærleiksboðorðið (Lúk. 10, 27) er finnanlegt í V. Mós. 6, 5 og III. Mós. 19, 18, en þar virðist náungakærleikurinn aðeins ná til samlendra manna. Jesús gjörir boð- orðið langtum víðtækara, svo að það nær til allra manna. — Postulinn Páll telur kær- leikann uppfylling alls lögmálsins (Róm, 13, 10). Þannig er kærleiksboðorðið æðsta boð- orðið. Bls. 11: „Barn er oss íætt.“ — Messu- 1) Ath.: Sálmab. nr. 32, 2. vers sérstak- lega. slíka fræðslu, og verið þeim á margan hátt til leiðbeiningar, því að hér er gamall og þaulvanur kristindómskennari, sem talár. Þá má telja það mikinn kost, eins og Frið- rik J. Rafnar vígslubiskup bendir á í stutt- um formála, að kverið er ekki litað af neinum „stefnum“, það er aðeins kristinn maður sem talar, sem ber djúpa lotningu fyrir Jesú Kristi og kenningum hans. Loks vil ég ekki láta þess ógetið, af því að það er mikilvægt atriði, að það vekur athygli, þegar blaðað er í þessu kveri, hversu frágangur allur er fallegur og snyrtilegur, og betri en maður á að venjast á venjulegum námsbókum. Nokkrar myndir og teikningar prýða bókina til skýringar og ánægju, og jafnvel hver blað- síða ber vott um snyrtimennsku og vand- virkni. Ég vil að lokum óska þess, að þessi litla bók eigi eftir að verða mörgum fermingar- börnum til blessunar á ókomnum árum. -------------------o---- Blik. Ársrit Gagnfræðaskólans í Vest- mannaeyjum. Þetta er myndarlegt rit að vanda og' flytur margvíslegt efni, bæði eft- ir kennara og nemendur og mun seinna verða talið merkilegt heimildarrit um starfsemi skólans. Ritið hefst á grein eftir skólastjórann, Þorstein Þ. Víglundsson um Framfarafélag Vestmannaeyja. Þá kemur skýrsla um starfsemi skólans 1951—52. Næst kemur greinaflokkur, sem nefnist Þáttur nem- enda og flytur ritgerðir og sögur eftir nemendur skólans, og tekur svo við hver greinin af annarri. Ritið er prýtt mörgum myndum og er hið læsilegasta. H. J. M.

x

Heimili og skóli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.