Heimili og skóli - 01.04.1955, Blaðsíða 7

Heimili og skóli - 01.04.1955, Blaðsíða 7
HEIMILI OG SKÓLI 27 fyrir að þeir séu ekki alltaf að mæla greincl fylgikvenna sinna fyrir eina nótt eða svo, og þar eð eins miklar lík- ur eru til að börnin erfi andlegt ástand móður eins og föður, er ekki nema eðlilegt, að nokkrir fávitar eigi upp- runa sinn slíkum samböndum að þakka. Feður, sem ekki gátu tekið iðn- skólapróf eða meira, voru aðeins 35 af 400, sú tala er a. m. k. ekki óeðlilega há, því að jafnvel þeir, sem mestri skuld vilja skella á erfðir, telja þó víst að 20 prósent eða meira séu fávitar vegna áfalla. Þótt greindin sé okkur ásköpuð, þá er ekki því að leyna, að hún þroskast misjafnlega vel eftir umhverfi, eru því til vanvitar, sem kallaðir eru seudode- bile eða „falskir fávitar“. Með þessu er átt við börn, sem korna fyrir og jafn- vel mælast sem fávitar, vegna þess að líkamlegt ástand þeirra og umhverfi allt liefur verið svo aumt, að greindin iiefur ekki þroskast í hlutfalli við áskapaða möguleika. Cyril Burt kornst að þeirri niðurstöðu við rannsóknir sínar í London, að 20 prósent foreldra fávita lifðu við svo fátækleg kjör, að þau mættu teljast fyrir neðan viður- kennt lágmark, sem gera þyrfti til lífs- kjara. Eftir því sem ég kynntist lífi fá- tæks fólks í London á sínum tíma, er þetta ekki lítið sagt, því að aðra eins neyð og vesaldóm og þar er að finna, þekkjum við sem betur fer ekki hér á landi. Atvinna þessara foreldra var götusala, betl, innbrot og vændi, en örngg atvinna engin. Þá taldi Burt 38 prósent foreldranna lifa í allmikilli fátækt, og er þá auðséð í hvaða átt stefnir livað efnahag fávitaforeldra snertir. Svefnskortur þjáði rnarga fá- vita, en slíkt er algengt á litlum heint- ilum, þar sem mörg börn eru. Má í því sambandi minna á tilraun ,sem gerð var í London fyrir nokkrum árum. í skóla einum voru börnin illa að sér í reikningi. Var börnunum þá skipt í tvo hópa, annar hópurinn fékk auka- kennslu í reikningi, en hinn hópurinn fékk leyfi til að sofa jafnlangan tíma. Þegar farið var að athuga árangurinn af þessu, kom í ljós, að báðum hópun- um hafði farið talsvert fram, en þeirn hópnum, sem svaf, þó mun meira. Er þetta ljóst merki þess, að gefa beri líkamlegu ástandi barnanna nánan gaum. Mælingar á fávitum og normöl- um hafa sýnt, að fávitarnir eru að með- altali lágvaxnadi, þeir hafa oftar bygg- ingarskekkjur, veilt hjarta, lélega heyrn og sjón, bólur á nefi og hálsi, talgalla o. fl. sjúkdóma. Fyrir hvert eitt normalt barn, sem stamar, starna 11 vanvitar, beinir sú tala óneitanlega husranum að tilfinninsraástandi van- vitanna, því að stam er oft truflun á tilfinningalífinu að kenna, þótt aðrar orsakir komi einnig til greina. Við erum þá í raun réttri komin að því, Iivað sé hægt að gera fyrir vanvit- ana. Við skulum hugsa okkur, að við lítum inn í litla íbúð í bakhúsi stór- borgar. Segjum sem svo, að íbúðin sé tvö herbergi og eldhús og börnin 10. Til þess að gera myndina ekki óþarf- lega dökka,skulum við hugsa okkur að faðirinn hafi oftast einhverja vinnu, en móðirin annist heimilið. Nú er það ekki líklegt að nokkur kona, sem þar að auki er lítið gefin, anni'því, svo að vel sé, að halda öllu í sæmilegu horfi á díku heimili; má því eins vel búast við því að margt sé í ólagi þegar heim-

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.