Heimili og skóli - 01.04.1955, Síða 14
34
HEIMILI OG SKÓLI
lífsins, segja þeir. Þeir, sem liafa alla
sína fræðslu úr bókum, verða oft svo
sorglega úrræðalausir, þegar út í lífið
kemur, sagði þessi ágæti kennari, og er
þá auðvitað fyrst og fremst átt við
borgabörnin, sem ekki komast í neina
snertingu við atvinnuvegi þjóðarinn-
ar. Eg sá þó á skýrslu þessa kennara, að
hann setur börnunum fyrir að lesa
eina blaðsíðu heima að jafnaði.
í skóla þessum er ekki bekkja-
kennsla, lieldur skipta kennarar með
sér verkum eftir námsgreinum. Og yf-
irleitt hafa börnin ekkert heimastarf
nema að búa sig undir fyrirlestra og
annað rannsóknarstarf í skólanum.
Þótt reikningur hafi sína sérstöku
tíma á stundaskránni, grípur Iiann þó
ákaflega víða inn í annað nám. með
alls konar mælingum og útreikning-
um. í flestum kennslustofum er mik-
ið af alls konar handbókum, sem eru
þó yfirleitt ekki notaðar til skólanáms,
og má þar til nefna almanakið, árbæk-
ur pósts og síma, skýrslur frá atvinnu-
vegunum, hagskýrslur o. fl. Þá er mik-
ið af alls konar áhöldum, svo og al.
mennum handbókum og námsbókum.
Með ýmsu móti er reynt að vekja
áhuga barnanna og forvitni þeirra á
fyrirbærum daglegs lífs. Ein aðferðin
er þessi:
Kennarinn lætur bvert barn í
bekknum bera upp 10—15 spurningar
um einhver efni, sent það langar til að
fræðast um. Á þennan hátt geta komið
400—500 spurningar úr bekknum, ým-
islegs efnis. Og kennir þar margra
grasa. Svo vinna börnin og kennarinn
að því sameiginlega að fá svör við
þessum spurningum. Þannig leggja
bcirnin sjálf til umræðuefnið. Allt
þetta léttir undir með hinu sjálfstæða
starfi.
I einum fyrirlestrartíma kom fram
drengur, sem hafði mikinn áhuga á
stjörnunum. Hann hafði leitað í bók-
um að fræðslu um þetta áhugamál sitt,
farið í bókasöfn og fengið þar bækur
um stjörnufræði o. s. frv. og unnið að
þessnm rannsóknum utan skólans að
mestu, og svo sagði liann frá þessu í
skólanum einn góðan veðurdag, og
ræða hans vakti óskipta athygli.
Einn kennarinn sagði við mig:
Venjuleg bekkja- og hópkennsla hef
ur þá galla, að stór hópur nemendanna
í hverjum bekk nýtur sín ekki. Dug-
legu börnin ganga alltaf fram fyrir
skjöldu. Þau eru fljótust að svara. Hin,
sem hægfara eru, enda þótt þau séu
ekki illa gefin, hverfa í skuggann. Þau
gefast upp í samkeppninni og falla í
eitthvert vanamók. Þau eru troðin
undir í bekknum.
Það er mikil áherzla lögð á kurteisi
í þessum skóla. Einn kennarinn sagði:
Mér gengur bezt að fá drengina til að
taka ofan húfuna fyrir mér nteð því að
taka ofan fyrir þeim. Fordæmið knýr
til eftirbreytni hér sem víðar.
Hér læt ég staðar numið að sinni,
þótt við eigurn eftir að koma inn í
margar stofur í Emdrupborg enn.
Vera má, að við lítum þar inn síðar.
Ég geri ráð fyrir, að ekki fáist já-
kvæður árangur út tir öllum þeim til-
raunum, sem þarna er verið að gera,
en það, sem mér fannst einkenna
þennan' skóla framar flestum öðrum
skólum, sem ég kynntist, var leit — leit
að einhverju betra og fullkomnara, og
þegar sú leit er einlæg, fer ekki hjá því