Heimili og skóli - 01.04.1955, Side 15
HEIMILI OG SKÓLI
35
Einar G. Jónasson
sjötugur:
Einar G. Jónasson. hreppstjóri á
Laugalandi á Þelamörk, \arð sjötugur
23. apríl síðastliðinn.
Þegar ég man Einar fyrst, var hann
ætíð nefndur Einar kennari, síðar vm-
ist kennari eða oddviti, og nú síðast
hreppstjóri. Við þetta má svo bæta
fleiru ,svo sem sýslunefndarmaður og
síðast, en ekki sízt, bóndi.
Þetta segir þegar nokkuð um mann-
inn. Þó gætu ókunnugir látið sér til
hugar koma, að hann væri einungis
einn þeirra manna, sem alls staðar
trana sér fram. Kunnugir vita hins
vegar, að Einar cr manna hógværastur,
en svo mikill þegnskaparmaður, að
hann skorast hvorki undan vanda né
ábyrgð, þegar þörf kallar. Og Jrar við
bætist, að hann hefur alltaf átt traust
almennings og vinsældir. En það hvort
tveggja er auðvitað afleiðing gáfna
hans og mannkosta.
Það yrði langt mál að rekja starfs-
að innan um hismið finnist meira o<>'
o
minna af hveitikornum.
Það var hressandi andrúmsloft í
þessum skóla. Mikil vinnugleði, bæði
hjá kennurum og nemendum. Ég varð
ekki var við neitt lamandi vanamók,
sem stundum verður vart í skólum. Eg
hafði lært ýmislegt þennan dag og
hugsaði gott til næsta dags. En frá hon-
um verður ekki sagt í þetta skipti.
H. J. M.
feril Einars G. Jónassonar til nokkurr-
ar hlítar, og skal Jrað ekki gert. En mig
langar til að minnast hans sem kenn-
ara hér í þessu riti.
Að loknu námi í bændaskólanum á
Hólum 1909 — en það var öll hans
skólaganga — gerðist hann barnakenn-
ari í hluta Glæsibæjarhrepps, Þela-
mörkinni. Síðar varð hann aðalkenn-
ari Iireppsins og kenndi þar um 30 ára
skeið.
Þegar Einar byrjaði að kenna, voru
eldri systkin mín í skóla. Áhrifin, sem
þau urðu fyrir þar og fluttu heim með
sér, voru með þeim hætti, að ég fór
])egar að hlakka til þess, er röðin kæmi
að mér. Þá var skólaskylda bundin 10
ára aldri. Ég varð því harla glaður, er
móðir mín sagði mér, þegar ég var 9
ára, að hún hefði beðið Einar að taka
mig í skólann einn mánuð. Feiminn
en fagnandi kom ég í skólann í fylgd
eldra bróður míns. Feimnin hvarf
fljótt, en fögnuðurinn hélzt öll árin,
sem ég var í barnaskólanum. Eitt var
þó ekki fagnaðarefni: Það, að skólinn
liætti. Þá var aðeins kennt 8 vikur á
vetri og fannst mér það alltof stuttur
tími.
Árið, sem ég varð 14 ára. þótti eðli-
legt og jáfnvel sjálfsagt, að ég tæki
fullnaðarpróf. En mig langaði mjög til
þess að vera lengur í skólanum, og þar
sem ég átti ekki að fermast fyrr en ári
síðar. var ])að látið eftir mér. Það