Heimili og skóli - 01.04.1955, Page 18

Heimili og skóli - 01.04.1955, Page 18
38 HEIMILI OG SKÓLl Barnaverndafélög í Danmörk. Margs konar mannúðarstarfsemi ein- kennir þessa rótlausu breytingatíma, sem nú ganga víir heiminn. Mannúð er eitt af beztu einkennum þessarar aldar. Meira er gert að því en nokkru sinni áður að rétta þeim hjálparhönd, er í skugganum sitja. Barnaverndarstarfsemi er aðallega með tvennu móti. Annars vesrar eru o hinar lögskipuðu nefndir í hverju landi, og hins vegar frjáls félagasam- tök. Eg hef liaft með höndum árs- skýrslur og greinargerðir um starfsemi landssambandsins danska ,,Red barn- et“ síðastliðin tvö ár. Og ég verð að segja, að ég varð undrandi yfir, hve hún er víðtæk og þróttmikil. Þessi félagsskapur er aðein sjö ára gamall í Danmörk, og er einnig starf- andi á öllum hinum Norðurlöndun- um, nema Tslandi. F.n hann var upp- Jiaflega stofnaður í F.nglandi eftir fyrri heimsstyrjöldina, árið 1919. Stofnandi hans er ensk kona, Eglantyne Jel)b, og var hún kvekari. Félagsskapurinn spratt upp úr hjálparstarfsemi fyrir börn í styrjaldarlokin. „Red barnet“ var stofnað í Dan- mörk 14. marz 1945, tveim mánuðum fyrir lok síðari styrjaldarinnar. Það voru sambönd danskra kvenna, sem gengust fyrir stofnun þessa félagsskap- ar. Og sannast það hér, sem kunnugt er, að konunum er það eiginlegt að græða þau sár, sem karlmennirnir valda. Er danska drottningin verndari félagsins, og heitir eitt af barnaheimil- um þess eftir henni. Frá styrjaldarlokum til 1950 hefur starfsemin í Danmörk mest beinst að því að bjarga börnum í stríðslöndun- um frá hungri, veikindum, kulda og heimilisleysis. — Siðan 1950 hefur dregið úr starfseminni erlendis, en verið aukin fyrir dönsk börn. Þó hefur sambandið enn barnaheimili í Þýzka- landi fyrir flóttafólk.Á árunum 1945— 50 hafa verið 21.000 flóttabörn í sum- ardvöl í Danmörk á vegum þessa fé- lagsskapar. Og í fyrrasumar tók þessi félagsskapur á móti 47 flóttabörnum frá Austurríki, og voru þau flest föður- laus. Þau voru í Danmörk í 3 mánuði. Þá hefur sambandið barnaheimili í Grænlandi. Einnig hafa grænlenzk börn verið í ársdvöl hjá félaginu á dönsku barnaheimili. Þá hefur lela<>ið allmör<> heimili o r> fyrir börn í sumarleyfum. Á sumum þessum heimilum eru um 300 börn samtals yfir sumarleyfið í smærri hóp- um. Þar á meðal voru 20 grænlenzk, foreldralaus börn, um 6 ára gömul, og voru þau á dönsku barnaheimili í eitt ár. En voru svo flutt í átthaga sína aft- ur og komið í fóstur. Þar að auki rek- ur félagið barnaheimili í Nanerntalik í Grænlandi. Þetta ár hafði félagið hjálpað að meira eða minna levti um 7000 flóttabörnum í Þýzkalandi. Árið 1950 notaði félagið li/, millj. danskra króna til starfsemi sinnar, og er það mikið fé. Helminginn af þess- um fjármunum fær félagið frá dansk- frönsku happdrætti. Margt fólk vinn- ur á skrifstofum félagsins. Til dæmis

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.