Heimili og skóli - 01.04.1955, Side 19

Heimili og skóli - 01.04.1955, Side 19
HEIMILI OG SKÓLI 39 um það starf má nefna, að til jafnaðar er tekið á móti 800 bréfum á mánuði hverjum og send lit 1000. Formaður félagsins er biskupsfrúin Calína Fugle- sang-Damsgárd. Hún lýkur ársskýrslu sinni 1950 með þessum orðum: „Arið 1950 hefur verið gott starfsár fyrir ,,Red barnet“. Með hinum ýmsu starfsgreinum hefur félaginu auðnast að hjálpa þeim börnum, þar sem þörf- in var brýnust. — Þótt liðin séu 6 ár frá stríðslokum, þá þjást þjóðimar enn vegna afleiðinga stríðsins, og \ ið þetta hefur bætzt: óttinn við nýja styrjöld. Þetta eru erfiðir tímar fyrir börn, í slæmum húsakynnum, efnalegum erf- iðleikum, og innan um taugaveiklað fólk. Það er réttmætt að ásaka okkur, sem fullorðin erum, fyrir að ávaxta ekki pund okkar betur, því að börnin eru saklaus af þessu ástandi. — Við skulum gefa þeim það bezta, sem við eigum.“ Af störfum þessa félagsskapar á ár- inu 1951 má nefna fjársöfnun handa ítölskum börnum vegna flóðanna í Pó- dalnum. Einnig var 100 börnum það- an boðið til dvalar í Danmörk. Þá sendi félagið 5500 danskar krón- ur til styrktar berklaveikum Gyðinga- börnnm, sem voru á heilsuhæli í Sviss. Þá voru send gjafa-leikföng handa holdsveikum börnum í Aþenu. Ég nefni þetta aðeins til að sýna nokkuð af verkefnum félagsins án þess að lýsa þeim nánar. En nú vil ég víkja ofnrlítið nánar að einstökum fram- kvæmdum félagsins, sem ekki eru eins algengar og rekstur venjulegra barna- heimila og vekja því fremur forvitni. Heilsuverndarstöð. í Kaupmannahöfn hefur félagið haft heilsugæzlustöð fyrir börn. Er komið þangað með ýms afbrigðileg börn,til líkama eða sálar.Af starfsfólki stöðvarinnar má nefna barnalækni, sem er stjórnandi stöðvarinnar, þá er geðveikralæknir, tveir sálfræðingar og félagsmálafræðingur. Starf stöðvarinn- ar var fyrst hugsað sem ráðgefandi ein- göngu. En það sýndi sig, að það var al- veg ófullnægjandi. Það þurfti að fylgj- ast með líðan barnanna, og því ekki hægt að sinna mjög mörgum. Starfið hefur verið framkvæmt á eftirfarandi hátt: Barnið, ásarnt öðru foreldranna, oftast móðirin, mæta á stöðinni. Barn- ið er greindarprófað, en á meðan ræðir félagsfræðingurinn \ ið móðurina. Að rannsókn lokinni fær móðirin ráðlegg- ingar, og svo kemur hún á stöðina 1—2 í viku. Stöðin tekur við börnum lrá öllu landinu innan skólaaldurs, en aðeins eftir læknisráði. Hér skulu nefnd nokkur dæmi um börn, sem komið er með til heilsugæzlustöðvar- innar. Það er komið með einn dreng fyrir íkveikjur og hnupl. Hann hefur feng- ið lánuð reiðhjól og falið þau, er 'óhlýðinn og gerir foreldrum sínum margs konar erfiðleika. Það er komið með velgefna stúlku, af því að hún leikur sér ekki við önnur börn, er óttaslegin, einkum gagnvart karlmönnum, sýnir þrjózku í heimil- inu, og fæst ekki til að segja nokkurt orð í barnaheimilinu. Fyrstu 10 skipt- in, sem hún kom á stöðina, fékkst ekki nokkurt orð úr henni. Nú er luin farin

x

Heimili og skóli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.