Heimili og skóli - 01.04.1955, Side 23
HEIMILI OG SKÓLI
43
Uppeldi og kennsla.
(Eftir cand. psyk. RASMUS JAKOBSEN.)
Efni þetta er mjög víðtækt, og verð-
ur því aðeins drepið lauslega á nokkur
atriði.
Af öllum lifandi verum er maður-
inn, allt frá fæðingu, meir hjálparvana
en nokkur önnur vera jarðarinnar, en
hann hefur aftur á móti hlotið þann
hæfileika framar öllum öðrum að geta
mótast og þroskast. Það má ala mann-
inn upp og kenna honum. Þetta er í
senn blessun hans og bölvun. Það hef-
ur því orðið spurning allra uppeldis-
fræðinga, og raunar allra uppalenda,
hvort ráði meira í fari mannsins, erfð-
irnar eða uppeldið. Skoðanirnar á
þessu sveiflast svo til og frá. Öðrurn
megin er Watson í broddi fylkingar,
sem heldur því fram að erfðirnar
skipti þarna sáralitlu máli. Uppeldið
ráði mestu. Hins vegar koma svo aðrir
sálarfræðingar, er leggja höfuðáherzl-
una á erfðirnar, og telja að þær ráði
mestu um hamingju, óhamingju,
þroska og vanþroska bamanna. Ég
held, að það rétta í þessu máli sé það,
að með hinum erfðu eiginleikum gef-
ist okkur vissir möguleikar, og með
þeim séu okkur einnig sett viss tak-
mörk. Um uppeldið, umhverfið getur
maður aftur sagt eins og orðtakið seg-
ir: Hinn sami eldur, sem bræðir smjör-
ið, harðsýður einnig eggið.
Uppeldi getur farið fram á tvennan
hátt. Markvisst og í ákveðnum til-
gangi, og einnig ómarkvisst, tilviljana-
kennt. Uppeldisfræðingunum verður
að skiljast, að í hinu ómarkvissa upp-
eldi felast rneiri hættur en almennt er
ætlað. Þeir verða því að trúa því að
uppeldið og umhverfið hafi vissu
hlutverki að gegna, og taka tillit til
þess.
Þegar litið er á afstöðu uppalandans
til barnsins á liðnum tímum, hafa
komið fram mörg og ólík sjónarmið.
F.itt af þeirn harðvítugustu er þetta:
Barnið er vont þegar það fæðist. Tak-
mark uppalandans r erður því að mið-
ast við það að uppræta þetta illa í barn-
inu. En látum okkur taka þessari full-
yrðingu og öðrum svipuðum kenning-
um með hinni mestu varúð. Ef við ját-
um þetta sjónarmið, erum við að loka
okkur inni. Ef uppeldið mistekst, get-
urn við þvegið liendur okkar og sagt:
Þetta gat ekki öðruvísi farið. Barnið
var svona frá fæðingu.
Rousseau lítur öðruvísi á þetta mál.
Hann heldur því fram, að barnið fæð-
ist gott og saklaust.Mistakist uppeldið,
má nota hin sömu rök og áður. Mis-
tökin liggja hjá ókkur í sjálfu uppeld-
inu. Eftir frekari, vísindalegar rann-
sóknir hafa menn komizt að þeiiæi nið-
urstöðu, að allir menn fæðast með viss-
um hæfileikum, hvötum og þörfum,
svo sem sjálfsmati, sjálfsbjargarvið-
leitni, reiði, kærleiksþörf, kynhvöt o.
s. frv. Við verðum að viðurkenna, að
þessar þarfir og hvatir finnum við hjá