Heimili og skóli - 01.04.1955, Side 28
48
HEIMILI OG SKÓLI
SEXTUGUIÍ:
Hallgrímur Sigfússon
KENNARI.
Þann 23. apríl s.l. varð Hallgrímur
Sigfússon, kennari í Öxnadal, sextug-
ur. Hallgrímur er Fnjóskdælingur að
ætt, fæddur að Sörlastöðum þar í sveit
og ólst þar upp. Hann rak búskap
framan af ævinni, lengst að Grjótár-
gerði, en stundaði jafnframt barna-
kennslu á vetrum. Hallgrímur er
kvæntur Rósu Stefánsdóttur frá Þórð-
arstöðum í Fnjóskadal. Arið 1949
fluttust þau hjón til Akureyrar og liafa
búið þar síðan. Hallgrímur hefur hin
síðari ár verið kennari í Öxnadal, og
farnast það vel.
Hallgrímur er lítt skólagenginn
maður. Mun hann hafa verið 3 mán-
uði í unglingaskóla hjá Guðmundi Ól-
afssyni á Sörlastöðum. Það er allt hans
skólanám.
Hallgrímur er hið mesta ljúfmenni,
síglaður og hrosandi, það eru góðir
kennarakostir. Hann er ágætur full-
trúi hinna sjálfmenntuðu kennara,
sem með brennandi áhuga hafa unnið
sig upp og náð góðurn árangri í starfi
sínu. Ég trúi ekki öðru en Hallgrímur
eigi hlýhug allra nemenda sinna.
H. J. M.
---o----
Presturinn var að spyrja börnin og sagði
meðal annars:
,,í kirkjunni næsta sunnudag mun ég
prédika um syndina.“
„Með henni eða móti?“ spurði eitt
bai-nið.“
HEIMILI OG SKÓLI
TÍMARIT UM UPPELDISMÁL
Útgefandi: Kennarafélag Eyjafjarðar.
Ritið kemur út í 6 heftum á ári, minnst
24 síður hvert hefti, og kostar árgang-
urinn kr. 25.00, er greiðist fyrir 1. júní.
Útgáfustjórn:
Hannes J. Magnússon, skólastjóri.
Eiríkur Sigurðsson, yfirkennari.
Páll Gunnarssoii, kennari.
Afgreiðslu- og innheimtumaður:
Árni Björnsson, kennari, Þórunn-
arstræti 103, Akureyri.
Ritstjóri:
Hannes J. Magnússon, skólastjóri.
Páls Briems götu 20. Akureyri.
Sími 1174.
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
Námskeið fyrir
handavinnukennara
Fyrirhugað er að halda viku til 10
daga námsskeið í liaust fyrir handa-
vinnukennara stúlkna í harnaskólum
og skólum gagnfræðastigsins. Náms-
skeiðið verður í Reykjavík og hefst
um miðjan septembermánuð. Jafn-
framt námsskeiðinu verður rætt um
handavinnukennslu almennt í áður-
greindum skólaflokkum.
Arnheiður Jónsdóttir, handavinnu-
kennari, veitir nánari upplýsingar um
námsskeiðið.
Námsskeið þetta verður nánar aug-
lýst síðar.