Heimili og skóli - 01.02.1956, Page 8
2
HEIMILI OG SKÓLI
Það verður aldrei bœtt fyrir illt pg
vanrœkt uppeldi.
Um fullkomið og gallalaust uppeldi
er ekki að ræða, á meðan ófullkomnir
menn byggja þessa jörð, en þó er til
gevsilega mikið af góðum heimilum,
sannarlega góðum uppeldisstofnun-
um, en hin eru líka mörg, sem ekki
eru þeim mikla vanda vaxin að veita
börnum það uppeldi, sem kalla má
gott.
Uppeldi barnanna okkar er tvímæla-
laust mikilvægasta hlutverkið, sem
okkur hefur verið fengið, hversu veg-
legan sess, er við skipum í þjóðfélag-
inu, og hversu mörgum ábyrgðarstöð-
um, sem við gegnum, og það hefnir
sín ætíð, ef á því er tekið með hangandi
hendi.
Þegar barn fæðist, þá bætist heim-
inum alltaf ný von um batnandi
heim. Það er nýtt tækifæri, sem okkur
er gefið til þess að byrja enn einu sinni
á byrjuninni og bæta fyrir gömul mis-
tök. Það er eins og lítið og veikt ljós,
sem gæta þarf af frábærri alúð, og það
gera flestar mæður og margir feður.
En þegar börnin stækka, hyggja
margir, að slaka megi á umhyggjunni.
En svo er ekki. Hún á nú aðeins að
birtast í öðru formi. Börnin læra að
vísu að bjarga sér sjálf, og það þurfa
þau að gera. En þau eru fram eftir
öllum aldri algjörlega varnarlaus fyrir
þeim margvíslegu dhrifum, er þau
verða fyrir. Ef þau eru slæm, er því
hætta á ferðum. Umhyggjan á nú fyrst
og fremst að snúast um það að gera
heimilið að uppeldisstofnun, sem mót-
ar barnið sjálfkrafa og ósjálfrátt. Hin
góðu og hollu uppeldisáhrif eiga að
liggja þar í loftinu í venjum og for-
dcemi. Þar eru engir ósiðir um hönd
hafðir. Barnið elzt ekki upp í svælu af
tóbaksreyk. Þar er ekki haft um hönd
áfengi. Þar er aldrei talað illa um ná-
ungann. Þar ríkir virðing og lotning
fyrir trúarlegum verðmætum. Þar rík-
ir hljóðlátur friður.
Hin pögla fyrirmynd er oftast
áhrifarikust.
En nú segja sumir foreldrar, og með
nokkrum rétti. Við erum ekki ein um
uppeldi barnanna okkar. Umhverfið,
gatan, félagarnir, kvikmyndahúsin o.
fl. taka þar frarn fyrir hendur okkar.
Nokkuð er hæft í þessu. Það er þó
fremur eins konar afsökun til að dylja
ósigur en að það sé sagt af sannfær-
ingu. Hvað eiga börn á bamaskóla-
aldri t.d. að gera með að fara í kvik-
myndahús til að horfa á myndir, sem
eru þeim óhollar? — Heimilið, ef það
er sterkt og gott, er svo sterkur uppeld-
isaðili, að það jafnast ekkert annað á
við það að áhrifamætti. Ef uppeldið í
heimilinu er heilbrigt og gott, er ekki
mikil hætta á að annað valdi nokkrum
úrslitum, en það getur gert það, ef
heimilið er veikt.
Þetta ætti að vera fagnaðarefni öll-
um foreldrum, sem leggja sig fram um
gott uppeldi barna sinna. Þeirra er
valdið og mátturinn, þrátt fyrir allt.
Og þeirra er líka hamingjan, ef vel
tekst. Kannski mesta hamingjan, sem
hæg.t er að öðlast í þessum heimi.
Tvennt er það einkum, sem veldur
illu uppeldi: Það er þá fyrst og fremst
þroskaleysi, vanþekking foreldranna.
Þeir skilja ekki né þekkja einföldustu
grundvallaratriði góðs uppeldis. Ég
tel ekki fátæktina hér með. Þess eru