Heimili og skóli - 01.02.1956, Page 9

Heimili og skóli - 01.02.1956, Page 9
HEIMILI OG SKÓLI 3 fjölda mörg dæmi, að frá fátækum heimilum koma frábærlega vel upp- alin börn. Hin ástæðan er sljóleiki, bein vánræksla, oftast þó óviljandi. Það er tekið vettlingatökum á öllu uppeldi. Það er ekki litið á börnin sem miðdepil heimilisins, sem gefur því raun og veru tilgang. Ein afleiðing af þessu viðhorfi eru ýmsar slæmar heimilisvenjur, sem ekki er hirt um að lagfæra, svo sem drykkjuskapur, alls konar óreiða og óregla önnur. Þarna getnr ekkert barn fengið gott uppeldi. Já, venjurnar í heimilinu hafa geysi- lega mikilvægu hlutverki að gegna. Næst því að búa heimilið hinum allra brýnustu húsgögnum og tækjum, svo að þar sé hægt að lifa mannsæmandi lífi, eiga ungu hjónin að leggja allt kapp á að byggja upp góðan heimilis- anda og hollar og góðar lieimilisvenj- vxr. Til þess þarf enga uppeldisfræði, enga peninga, aðeins heilbrigða skyn- semi, góðan vilja og ríka ábyrgðartil- finningu. Við þessar venjur á barnið að búa allt sitt langa mótunarskeið. Venjurnar á heimilinu fylgja barninu, kannski alla ævi þess. Hér er því mikið í húfi. Það er fjarska gott að kynna sér helstu grundvallaratriði uppeldisfræð- innar, lesa góðar bækur um þau efni. En ekki hef ég samt enn sem komið er trú á uppeldi, sem byggist eingöngu á forskriftum uppeldisfræðinga. Til þess eru þeir enn of ósammála um ým- is mikilvæg atriði. Og til þess er upp- eldisfræðin of mjög háð ýmsum sveifl- um ára og alda. Hitt er meha vert, að foreldrarnir skilji hlutverk sitt, finni til ábyrgðar sinnar. Hafi meðfæddan grun um, livað það er helzt, seni þeim ber að rækta í fari barna sinna. Með því er sannarlega verið að leggja grundvöll að hamingju þeirra. Og hvað er það þá helzt, sem þarna þarf að rækta. Það geta að vísu verið skiptar skoðanir um, hvað mikilvægast er, en mér dettur einna fyrst í hug góðvild til allra manna og dýra. Mér dettur í hug trúarþelið, sem bindur barnið við himinn guðs, kannski alla ævi, sér til ómetanlegrar blessunar, og í því sambandi kemur manni í hug lotningin fyrir því, sem háleitt er og göfugt. Þetta og margt fleira, að ógleymdum góðum og hollum heim- ilisvenjum, gætum við sagt að væri grundvöllur góðs uppeldis. Fyrir nokkru kom til mín faðir, sem var mjög áhyggjufullur yfir barni sínu. Það hafði tekið upp ýmsar slæmar venjur. Hann trúði mér fyrir því, að ef hann ætlaði að vanda um við barnið, tæki móðirin alltaf málstað þess, og teldi enga þörf neinna umvandana. Nú getur verið, að þessi faðir hafi verið ósanngjarn, og verður því ekki hér dæmt í máli þessara foreidra. En hér hefur verið brotið eitt af grund- vallaratriðum góðs uppeldis. Foreldr- arnir þurfa alltaf að vera samtaka. Annað má ekki rífa niður, það sem hitt byggir upp. Uppeldi má ekki ofskipuleggja, og það má heldur ekki vera neitt handa- hóf. Með of miklu skipulagi, foskrift- um og reglum verður uppeldið eins konar verksmiðjuiðnaður. Feguist vex'ður það og bezt í öllum sínum ein- faldleik, þegar það streymir á hljóð- látan hátt frá góðum, umhyggjusöm um og skilningsríkum foreldrum. Barnið verður að lifa.við ein lög, en

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.