Heimili og skóli - 01.02.1956, Page 16

Heimili og skóli - 01.02.1956, Page 16
10 HEIMILI OG SKÓLI Má þar til nefna eldspýtnakassa, pappa, hettur af gosdrykkjaflöskum o. m. fl., sem nota má. Ef svo ber við, að nota þarf éitthvert efni, sem sjald- gæft er, fer heldur ekki hjá því, að eitthvert bamið viti, hvar það er að fá. En þrátt fyrir þetta, er efnisvanda- málið ekki alltaf auðleyst. Hvað hent- ar t. d. bezt í þetta og hitt? Auðvitað verða börnin að þreifa sig áfram. En barna hefur komið að s;óðu liði lítið rit,er einn af kennurunum hefur tekið saman, þar sem hann gefhr yfirlit um helztu efni, sem nota má til frjálsrar vinnu í skólum, sem allir eiga aðgang að. (I þessu sambandi skal íslenzkum börnum bent á tómstundaþátt Jóns Pálssonar í útvarpinu). En það, sem okkur vantar tilfinnanlega, er safn af vel gerðum gripum og líkönum, gerð af nemendum, sem alltaf gætu orðið uppsprettulind nýrra hugmynda þeim börnum, er síðar koma. SKIPULAGNING Það þarf ekki mikið átak til þess að koma heilum bekk af stað með pappír, liti og pensla. Þegar fyrstu leiðbein- ingum er lokið, fellur venjulega djúp kyrrð yfir bekkinn, þar sem liver vinn- ur eftir sínum eigin hugmyndum. Öðru máli gegnir aftur með alls kon- ar mótun og gerð ýmissa stærri muna, þar sem mörg börn þurfa að vinna saman. Þar taka við meiri erfiðleikar. Ekki komast allir að sandkassanum eða kennaraborðinu, og ekki eru allir jafn kappsfullir við starfið. Eins og við allt flokkastarf, ríður mest á að allir í hópnum viti, hvað á að gera. Og hér getur það verið heppilegt að láta eitthvað af börnunum vinna að allt öðru verkefni en því, er bekkurinn hefur valið sér. Og það er í þessu efni mjög mikilvægt, að kennari og nem- endur komi sér saman um viss grund- vallaratriði, sem fara ber eftir við flokkastarfið, annars getur aganum og regluseminni í bekknum verið hætt. Þessar reglur verður svo að virða. Þær geta verið nokkuð breytilegar eftir því, hvaða efni er verið að vinna með í bekknum. Það þurfa t. d. að gilda aðrar reglur við mótun en teiknun og málningu. Ein regla er þó alltaf í gildi, hvaða efni sem unnið er með: Verið varkár, svo að það komi ekki fyrir, að þið skemmið verk annarra. Hið skapandi starf er í sjálfu sér mjög agandi, ef þar er farið rétt af stað og um það séð, að allt fari vel og skipu- lega fram í byrjun og lok hvers tíma. Hér verður kennarinn að láta til sín taka og gera ákveðnar og skýrar kröf- ur, svo að tímunum ljúki ekki með hávaða og ringulreið. Þegar svo ber við, að hið skapandi starf hefur slíkt í för með sér, þá er það vegna þess, að kennarinn skilur ekki hlutverk sitt. Hann verður að sjá um, að allt efni sé tiltækt í byrjun tímans. Hann verður að sjá um, að börnin skipi sér í vinnu- flokka eða velji hlutverk eitt og eitt. Hann verður allan tímann að vera til- búinn að hjálpa börnunum og leið- beina, ef þau leita aðstoðar hans, og hann verður alltaf að vita, hvað klukk- unni líður, svo að nægur tími verði til að taka allt saman og ganga frá hverj- um hlut á sínum stað. Það má hvorki vera of snemma né of seint. Oft vill þetta skapandi starf ná fram á næsta tíma, en reynslan hefur sýnt okkur, að

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.