Heimili og skóli - 01.02.1956, Page 17

Heimili og skóli - 01.02.1956, Page 17
HEIMILI OG SKÓLI 11 það er lieppilegast að binda það að mestu innan við ramma hverrar kennslustundar, nema biirnin séu orð- in því sjálfstæðari í starfsháttum sín- um. GEYMSLA Á EFNI Þegar hið skapandi starf hefur einu sinni öðlazt borgararétt í skólanum, er það nauðsynlegt, að liver bekkur hafi sérstakan, rúmgóðan skáp á kennslu- stofunni, þar sem liægt er að geyma efni osi hálfunna muni. 0°' sú kemur o o tíð, að ekki mun vera byggður sá skóli, sem ekki liefur sérstakan sýningarskáp í hverri kennslustofu, þar sem alltaf verður standandi sýning á vinnubrögð- um barnanna og stöðugt er skipt um mu'ni. En sem stendur er þetta ófram- kvæmanlegt, svo að við verðum að gera okkur að góðti að koma þessu fyrir í lokuðum skápum, sem annars eru fullir af alls konar efnivörum. Við eig- um því oft við mjög mikla erfiðleika að stríða með geymslu á því, sem börn- in hafa unnið. Og þegar bekkir þurfa að flytja úr einni stofu í aðra, er þess- um munum oft hætt við skemmdum. T. d. þegar ókunnugur og forvitinn bekkur kemur inn í stofuna og sér þar gamla miðaldaborg, skip Kólumbusar eða eitthvað annað. Við höfum reynt í bili að leysa þetta á þann hátt, að koma fyrir breiðum hillum í herbergi, sem börnin eiga að- gang að, þar sem þau geta geymt full- gerða muni, sem ekki eiga lengur að vera til sýnis. En okkur vantar enn sýningarskápa fyrir fullunna muni eða sem eru í smíðum. Ég vil vara við því, að láta teikning- ar og málverk Itanga of lengi uppi í stofunni. Auðvitað er ekki hægt að komast yfir að skipta vikulega, en minnst einu sinni í mánuði ætti kenn- arinn að yfirfara þessar veggjasýningar og skipta um, a. m. k. að einhverju leyti, ef hann vill ekki eiga það á hættu, að börnin sjálf fái leiða á þess- um verkum sínum. Eins og það vekur mikla eftirvæntingu, þegar eitthvað nýtt kemur á vegginn, svo er það víst, að börnin missa allan áhuga fyrir þess- um myndum, er þær liafa hangið þar nokkrar vikur. Þá er vert að benda á þá hættu, sem fylgir þessum vinnubrögðum, að ef svo fer, að miklar birgðir af ónotuðu efni safnist fyrir í stofunni, getur það haft sljóvgandi áhrif á fegurðarskyn barnanna og áskapaða hneigð til reglu- semi þeirra. Kannske einnig á kenn- arann. GAGNRÝNI Þegar starfið var að hefjast hér í Emdrup, bar það oft við, að þeir kennarar, sem minnsta reynslu liöfðu, voru svo ákafir að örva börnin til starfa, að þeir hrósuðu öllu, sem þau gerðu, án þess að taka tillit til þess, hvernig hlutirnir voru gerðir. Það er að vísu nauðsynlegt, að afstaða kenn- arans til barnsins og vinnubragða þess sé alltaf jákvæð, en það er of mikið að gert, þegar þakklæti og lofi er ausið út, án þess að taka tillit til vandvirkni og samvizkusemi við vinnuna. Annars á kennarinn að reyna að koraast hjá því, svo sem unnt er, að koma fram sem dómari yfir verkum barnanna. Hon- um ber að láta börnin finna til þess, að hann hafi mikinn áhuga á starfi þeirra og fylgist vel með því öllu.

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.