Heimili og skóli - 01.02.1956, Page 19

Heimili og skóli - 01.02.1956, Page 19
HEIMILI OG SKÓLI 13 Úr kennslustofunni: Einfalt Iestrartæki. Jón J. Þorsteinsson notar tcekiö við kennslu. Veturinn 1953 sá ég í skóla einum í Kaupmannahöfn lestrartæki eitt, sem notað var við byrjunarkennslu. Mér leizt vel á þetta tæki og hafði ég í hyggj u að láta gera það fyrir skóla minn. Af því varð þó ekki að sinni. En þegar ég sá það aftur á skólasýning- unni í Reykjavík s. I. vor, afréði ég að láta verða af því. Nú hefur Leikfanga- gerð Akureyrar gert þetta tæki, og sést það hér á myndinni. Er það nú kom- ið í notkun hér í Barnaskóla Akureyr- ar og líkar vel. Eins og myndin sýnir, þá er tækið ákaflega einfalt. Að framan verðu er plata úr þyklcum krossviði. Platan stendur á fótum, svo að hægt sé að koma lienni fyrir á kennaraborðinu. Á bakhliðinni er kringlótt skífa með öllum sérhljóðunum í rauðum lit.

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.