Heimili og skóli - 01.02.1956, Page 23

Heimili og skóli - 01.02.1956, Page 23
HEIMILI OG SKÓLI 17 upp virðuleik, getur þess vegna verið algjörlega eðlilegur gagnvart börnun- um, getur reynt að setja sig í þeirra spor til að skilja betur eðli þeirra, við- brögð og athafnir, hann reynir þannig að hvetja þau, styrkja og leiðbeina. Slíkur kennari þarf sjaldan að hafa áhyggjur af aga í bekknum. Hann ger- ir skólastofuna ekki aðeins að her- bergi, þar sem fróðleik er miðlað eftir beztu getu, heldur miklu fremur að stað, þar sem skapgerðir mótast og inörg vandamál hinnar uppvaxandi kynslóðar leysast á eðlilegan hátt.“ „En hvað skeður þá lijá hinum stranga og hefðbundna kennara?“ „Eðlilega missa börnin allan áhuga fyrir námsgreinum hans og getur slíkt áhugaleysi eða ógeð varað alla ævi. Börnin fá vanmáttarkennd, og þeim finnst þau muni vera heimsk og van- gefin á allan hátt. En börn þurfa og vilja hafa réttlát- an aga. Þau vilja heldur liafa kennara, sem lætur af hreinskilni í ljós réttláta reiði en þann, sem særir þau með tví- ræðum háðsglósum. Háðið er hættu- legt vopn, sem jafnvel góður kennari þarf að vera á verði gegn. Kennarar eru bara breizkir menn, eins og aðrir, og oft eru þeir þreyttir, er því oft hætta á, að þeir særi nemendur sína, án þess að ætla sér það.“ „En stundum getur þó tvírætt spaug orðið aðeins til gamans, eða hvað?“ „Já, áreiðanlega. Þar sem hið rétta, og óttalausa samband ríkir milli kenn- ara og nemenda, er létt spaug og gam- ansemi á kostnað nemenda og jafnvel kennarans aðeins til að styrkja hið góða samband og létta loftslagið, ef svo mætti segja.“ „En er þá engin hætta á að aginn fari út um þúfur?“ „Nei, gamansamur kennari, sem á innra með sér hið rétta áhrifavald, þarf tæplega að óttast slíkt. Hann læt- ur aðeins skilja á sér, að bezt sé að hætta hverjum leik þá hæst stendur og að takmörk eru fyrir öllu.“ „Mér er nú farið að skiljast, að það sé meiri en lítill vandi að vera kenn- ari,“ segir Harriet Hjort, „sérstaklega nú á tímum, þegar heimilin í æ ríkara mæli láta skólana um uppeldi barna sinna." „Já, það eru gerðar miklar kröfur til kennarans. Kennslustarfið er mjög þreytandi, og þess vegna eru hin löngu sumarleyfi nauðsynlegri en menn gera sér almennt grein fyrir, eða vilja skilja. En það er líka lifandi og frjósamt starf. Það er óneitanlega ánægjulegra að helga líf sitt lifandi sálum, en t. d. að fást við dauðár vélar. En það ættu ekki aðrir að velja sér kennslustarfið að lífsstarfi en þeir, sem hafa hæfi- leika og næga Jiolinmæði til jiess að setja sig í spor æskunnar og sinna af einlægni viðfangsefnum hennar. Sigríður Skaftadóttir, þýddi. Einhverju sinni hittust Ameríkumaður og Norðmaður, og fóru þeir brátt að deila um það, hvorir væru fljótari að byggja hús, Am- eríkumenn eða Norðmenn. „í Ameríku byggjum við auðveldlega hús á þremur dögum,“ sagði Ameríkumaðurinn. í þessum svifum gengu þeir fram hjá ráð- húsinu í Osló. „Hvaða kofi er þetta?“ spurði Ameríku- maðurinn. „Ég veit það ekki, hann var ekki þarna í morgun,“ svaraði Norðmaðurinn.

x

Heimili og skóli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.