Heimili og skóli - 01.02.1956, Síða 24
18
HEIMILI OG SKÓLI
Þú þarft að „kunna á“ drenginn þinn.
Úrsmiðurinn verður að þekkja úr-
ið, hvert hjól og hvern ás, kunna það
utan að. Skurðlæknirinn sömuleiðis
gerð og starf líffæranna, annars eru
þeir ekki hlutverki sínu vaxnir. Þitt
hlutverk er meðal annars að ala upp
drenginn þinn, og þess vegna þarft þú
að þekkja hann, kunna á hann, ann-
ars átt þú engan rétt á að skipta þér
af honum í þeim tilgangi að ala hann
upp. Þér hlýtur þá að mistakast. Þú
gerir bæði honum og sjálfum þér til
meins.
Þú, sem ert faðir, hefur sjálfsagt
lært til einhvers sérstaks starfs eða
iðnaðar til að lifa af. En hefur þú líka
lært til þess að gegna föðurskyldum
þínum? Það væri ekki illa til fundið,
að hver ungur maður tæki að sér for-
ustu í æskulýðsfélagi eða skátaflokki
til þess að komast í kynni við drengi
og ala sjálfan sig upp til að skilja þá
og síðar'meir sinn eiginn son.
Það sama á auðvitað við um mæð-
urnar, og er það auðskilið mál. Og til
eru nú á tímum mar2;vísle2f námskeið
í barnavernd, þar sem verðandi mæð-
ur læra að gefa börnum að borða á
vissum tímum, skipta á þeim, búa urn
barnarúm eftir beztu fyrirsögn, vega
barnið fyrir og eftir máltíð, láta það
út í hreint loft vissa tíma á degi hverj-
um, og margt og margt fleira. En
hversu margar læra að fara með drengi
og stúlkur á gelgjuskeiði, erfiðasta
aldursskeiði mannæskunnar?
Þegar við minnumst uppvaxtarár-
anna á bernskuheimili okkar, reynum
við ef til vill að forðast þau víxlspor,
sem foreldrar okkar stigu. En það er
ekki nóg. Samband það, sem við kom-
umst í við drengi og telpur í skáta-
flokki eða æskulýðsfélagi, kennir okk-
ur margt mikils vert, sem kemur okk-
ur að gagni, þegar okkar eigin börn
fara að stálpast.
„Þeir, sem ætla að eignast kanínu,
kaupa sér leiðarvísi í kanínurækt fyrir
eina krónu, því að kanínur kosta pen-
inga. En börn fást fyrir ekkert, og
uppeldi þeirra kemur af sjálfu sér.“
(Bakker).
Það er merkilegt, hvað við gleym-
um því fljótt, hvernig við hugsuðum
og fundum til, þegar við vorum dreng-
ir, hvernig okkur dreymdi og hvernig
við sköpuðum okkur hugsjónir, hvað
við þráðum og hvað við vorum stund-
um óvissir og vonlausir, þó að við
reyndum að bera okkur karlmannlega
og láta ekki á sjá. Það er langt síðan
við pabbarnir vorum drengir, og
mömmurnar hafa aldrei verið það.
Við minnumst oft ytri atvika í sam-
bandi við það, sem fyrir okkur kom.
En hvernig við hugsuðum, fundum
til, hvernig við tókum því, það er
gleymt. „Þegar ég er orðinn stór, ætla
ég að lofa mínum dreng það, sem mér
er bannað núna. . . .“ Og þegar við
erum orðnir stórir, er það loforð
gleymt. Eða þá að við lendum út í
öfgarnar hinum megin.
Við virðumst eftir þessu hafa fá
skilyrði til þess að skilja drenginn. Þó
er ég viss um, að þrítugur maður á