Heimili og skóli - 01.10.1956, Qupperneq 3
OG SKOLI
TÍMARIT UM UPPELDISMÁL
15. árgangur September—Október 1956 5. hefti
Hvar eiga perlurnar jmiar aá veráa til?
Kaflar úr skólasetningarræðu, lítið eitt breyttir.
1.
----: Það eru einkenni okkar tíma,
að við búum við margar og flóknar
reglur og margþætta lagabálka. Þetta
ber að surnu leyti vott um aukna
menningu, þar sem leitast er við að
tryggja sem flesta borgara gegn óirétti
al.ls konar. En þetta er hins yegar veik-
leikamerki. Borgurunum er ekki
treyst, og það sjálfsagt að gefnu tilefni.
þeim er ekki treyst til að lifa þannig
saman, að árekstralaust verði. Sambúð-
armenningin er ekki komin á svo hátt
stig, að menn virði hvers annars rétt.
Menn eiga ekki nægilega góðvild, til-
litssemi og virðingu hvor fyrir öðrum
til þess að á það sé hættandi, að treysta
hverjum einstökum í því efni. Þannig
verða til lög, reglur, boð og bönn.
Það væri því kannski ekki út í blá-
inn, að heimili og skólar hefðu sam-
vinnu urn þetta, engu síður en nám
ýmissa fræða, sem þó eru nauðsynleg.
Ef vel tækist til með siðgæðisuppeldið
— hið þegnlega uppeldi, mætti kann-
ski eitthvað fækka reglunum, og gæti
lífið þá orðið ofurlítið einfaldara.
En hvers vegna brjóta menn lög og
reglur?
Ég held, að það komi fyrst og fremst
af tvennu: Stundum hafa menn hag af
því 1 bili, en hitt er þó oftar, að allir
hafa af því hið mesta ógagn. Það gerir
lífið óskemmtilegra og ófarsælla, og
ekki sízt fyrir þeim, sem lögin og regl-
urnar brjóta. Hin ástæðan er sú, að
menn bera ekki na?gilega mikla virð-
ingu fyrir öðiuin, og meðal annars
þeim, sem setja reglurnar og eiga að
gæta þeirra. En þriðja ástæðan, og
kannski sú mikilvægasta, er sú, að
þeir, sem brjóta lög og reglur, eru
ekki nægilega vandaðir og góðir
menn. Verulega góður og heiðarlegur
maður, hvort sem hann er ungur eða
gamall, brýtur ekki lög og reglur, sem
okkur eru settar.
Ef þið, kæru skólanemendur, brjót-
ið regiur heimilisins, er það meðal
annars vegna þess, að þið virðið for-
eldra ykkar ekki nægilega mikið. Ef
þið brjótið reglur skólans, þá er það
vegna þess, að þið virðið ekki yfirboð-
ara ykkar þar sem skyldi, og ef þið
brjótið reglur á almannafæri, er það
einnig vegna þess, að þið virðið ekki
þá, sem þar eiga að gæta laga og réttar.
Þetta ætla ég að biðja ykkur að gera
ykkur ljóst, og ef það er rétt, að virð-
ingarleysi fyrir lögum og reglum fari