Heimili og skóli - 01.10.1956, Blaðsíða 7

Heimili og skóli - 01.10.1956, Blaðsíða 7
HEIMILI OG SKÓLI 93 EIRÍKUR SIGURÐSSON: NORSKIR SKÓLAR Þegar ég átti þess kost að kynna mér skólastarfsemi á Norðurlöndum í tvo mánuði á síðastliðnu vori, valdi ég Noreg. Ég gerði það af tveim ástæð- um. Ég áleit, að okkur mundi vel íhenta svipað skipulag í skólamálum og frændum okkar Norðmönnum, bæði vegna skyldleika þjóðanna og liku svipmóti landanna. í öðru lagi 'hefur mig alltaf langað til að kynnast Noregi, landi og þjóð, og hér kom tækifærið. Undanfarna áratugi höfum við í skólamálum sótt meira til Dana og Svía en Norðmanna. Þetta er að vísu eðlilegt, því að þessar þjóðir hafa ver- ið Norðmönnum fremri í þessu efni. En á síðustu árum hafa orðið miklar framfarir í norskum skólamálum, og mér er nær að halda, að nú séu þar meiri nýjungar en t. d. hjá Dönum. Svíar standa eflaust framarlega í þessu efni. Mér virtust vera margar nýjung- ar í norskum skólum, sem mikið mætti af læra, og það opinbera ekkert spara til að gera nýja skóla vel úr garði. Ég skoðaði skóla og hlustaði á kennslu í fjórum bæjum í Noregi: Björgvin, Álasundi, Þrándheimí og Osló. í þremur þessum bæjum skoðaði ég nýjar skólabyggingar. En i Þránd- heimi og Osló sá ég mestar nýjungar í kennslu, eftir að ég áttaði mig á þvf að sækja tíma til æfingakennara kennara- skólanna. Það voru yfirleitt menn,

x

Heimili og skóli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimili og skóli
https://timarit.is/publication/1878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.